Skírnir - 01.01.1970, Page 51
SKÍRNIR
ÓFEIGUR í SKÖRÐUM
49
Vér kveðjum þá, sem eldinn skulu ala,
sem máli þeirra þöglu skulu tala,
sem þjóðin sendir fram úr flokki valda.
- Vér heilsum djúpt, vér erum undiralda.
Kvæðið var svo prentað í Norðurljósinu á Akureyri 10. sept., en
í því blaði birtu einmitt þeir menn, er að félaginu stóðu, ritsmíðar
sínar um þessar mundir.17 Hér verður þess ekki freistað að skera
úr, hvort heldur þessi nafngift styðst við ljóðlínu Einars eða orðaval
kvæðisins á rætur í pólitískum samræðum hans við Þingeyinga.
Þarna gæti a. m. k. verið samband á milli, hvernig sem því er háttað.
Nafngiftin Ófeigur í Skörðum og félagar var ekki ákveðin fyrr
en á næsta fundi. Snorri Jónsson segir í Dagbók 10. apríl 1889:
Fór snemma ríðandi á fund upp að Gautlöndum. Þar komu saman flokks-
menn þeir, er í vetur áttu fund með sér á Einarssttöðum], og ræddu til hálf-
dimmu. Svo fóru þeir flestir heim. Flokksmjenn] eru: 1. Ami próf. á Skútu-
st[öðum]. 2. Arni Jónss[on], Þverá (teknir á þessum fundi). 3. Bened[ikt á]
Auðnum. 4. Harald[u]r [á] Einarsst[öðum]. 5. Helgi Jónss., Skútust[öðum]. 6.
Jón [Jónsson] alþm., Reykjum. 7. Jón Jónss., Gautltöndum]. 8. Jón 01[afs]-
s[on], Einarssttöðum]. 9. Jón Þorst[eins]s[on], Skútust[öðum]. 10. Ingjald-
[u]r Jónss[on], Einarsst[öðum]. 11. Matth[ías] prestur, Einarsstföðum]. 12.
Pétur [Jónsson], Gautl[öndum]. 13. Sig[urður] Jónss., Yztafelli. 14. Snorri
[Oddsson], Geitafelli. 15. Snorri [Jónsson], Öndólfsst[öðum]. 16. Steinþór
[Björnsson], Helluvaði. 17. Sören [Jónsson], Arndísarst[öðum]; og kosinn
og verður boðið að vera með: Ingólf[u]r, Hallgilsst[öðum]. Fyrst var rætt um
ýms mál viðvíkjandi fyrirkomulfagi] flokksins og inntöku nýrra manna og hve
fjölm[ennur] fl[okkurinn] skyldi vera. Svo komu nýir féltagar] inn. Svo
[var rætt] um nafn fl[okksins], og var samþ[ykkt], að það væri ekkert, en
tákn hefði hann, sem sett væri á allt, er eftir hann birtist á prenti, og er það
þannig: Ó. S. & F. og þýðir: Ófeigur í Skörðum og félagar hans. /-/
Flokksmenn stofnuðu lestrarfél[ag] þannig, að þeir, er í því eru, leggjta]
fram 4 kr. hver til bókakaupa. Og kaupa skal útlendar hækur, er allir hafa
jafnan rétt til að lesa, vísindab[ækur] og fagurvísinda, nýjar eftir beztu höf-
unda, selja þær síðan og kaupa svo aftur aðrar. Lesnar voru upp ritg[erðir]
eftir B[enedikt á] Auðn[um], Jón [á] Reykjtum] og P[étur á] Gautl[öndum],
er þeir í sameiningu hafa samið og merkt eftir forlagi Bened[ikts] 0. S. & Co.
(o: Ófeig[u]r í Skörðum et Comp.),18 en sem hér eftir, var samþ. á fund[in-
um] áður, að breyttist [í] Ó. S. & F., þannig þjóðlegra.
Nafngift félagsins var táknræn og höfðaði til frásagnar Ljósvetn-
ingasögu af því, er Ófeigur Járngerðarson í Skörðum bauð höfðingj-
4