Skírnir - 01.01.1970, Side 52
50
SVEINN SKORRI HOSKULDSSON
SKÍRNIR
anum Guðmundi ríka á Möðruvöllum byrginn.19 í samræmi við
þann skilning segir Benedikt:
Okkur bandamönnum til gamans teiknaði ég eins konar innsigli banda-
manna, en það var krepptur hnefi með fangamarkinu á handarbakinu og um-
hverfis hnefann: „sit þú ekki í sæti mínu.“20
Tildrögunum að stofnun þess bókakaupafélags, er hér hljóp af
stokkunum, lýsir Benedikt á Auðnum svo í ritgerð sinni, Bókasafn S-
Þingeyinga:
Þegar á fyrsta fundi bandamanna hreyfði ég því, að til þess að gera okkur
bandamenn hæfa og færa til þess að vinna það hlutverk, sem við hefðum
færzt í fang, yrðum við að afla okkur meiri þekkingar og skilnings á viðfangs-
efnunum en við hefðum, með öðrum orðum að mennta sjálfa okkur. Bezta
ráðið til þess væri að afla okkur góðra, erlendra bóka, sérstaklega bóka eftir
hvers konar umbótamenn, sem hefðu orðið leiðtogar þjóðanna og öðrum
fremur skilið þróunarlögmál mannlífsins og kröfur tímans. Enginn einn okkar
væri fær um að afla sér slíkra bóka svo nokkru næmi. En með því að gera
það sameiginlega og lesa bækumar sameiginlega gæti okkur orðið meira
ágengt. /----/
Þessi tillaga fékk í fyrstu ekki nema helming atkvæða og var því sjálf fallin.
En ég hreyfði þessu aftur og aftur,21 og á fundi bandamanna að Gautlönd-
um 10. apríl 1889 lagði ég fram skriflega tillögu og uppkast að skipulagsskrá
eða reglum fyrir lestrarfélag þetta, eins og ég hugsaði mér það.
Sumir af bandamönnum gátu ekki lesið neina útlenda tungu, og var því
ekki að vænta, að þeir vildu taka þátt í kaupum erlendra bóka eða leggja fram
fé til þess fyrir aðra.
Það varð því niðurstaðan, að þeir af bandamönnum, sem lesið gátu sér til
gagns bækur á Norðurlandatungum stofnuðu með sér lestrarfélag, að nokkru
leyti aðskilið frá sjálfu 0. S. & F. - Þó var ráðgert að gera tilraun til þess, að
allir bandamenn gætu haft nokkurt gagn af bókakaupunum, t. d. með því að
ræða um efni bókanna á fundum bandamanna. Voru síðar gerðar talsverðar
tilraunir til þessa, sem ég hygg, að hafi borið talsverðan árangur. Auk þess
var lesendum bókanna ekkert samtalsefni kærara en bækurnar, er þeir ný-
lega höfðu lesið, hvenær sem fundum bandamanna bar saman.22
Benedikt segir frá því í grein sinni, aS bókafélagiS hélt ársfundi
sína um sömu mundir og haldinn var aSalfundur Kaupfélags Þing-
eyinga.28 BæSi af frásögn hans, Dagbók Snorra á Þverá og bréfum
félagsmanna má sjá, aS þeir félagar áttu oft erindi á þrjá fundi í
senn.