Skírnir - 01.01.1970, Page 53
SKÍRNIR
ÓFEIGUR í SKÖRÐUM
51
í fyrsta lagi voru fundir leynifélagsins Ófeigs í Skörðum og fé-
laga. Það var innsti kjarninn, og í það fengu ekki aðrir inngöngu
en þeir, sem þangað var boðið með samhljóða atkvæðum þeirra,
er fyrir voru.
í öðru lagi voru fundir kaupfélagsins, sem stóðu almenningi opn-
ir, en þar mynduðu leynifélagsmenn forystusveitina.
í þriðja lagi voru fundir bókafélagsins, þar sem störfuðu þeir
meðlimir leynifélagsins, er gátu lesið bækur á erlendum málum.
I bókafélaginu voru auk þess ýmsir aðrir, jafnvel menn af allt öðru
pólitísku sauðahúsi en Ófeigur og félagar hans. Það er þessi síðast
nefndi þáttur starfsemi þeirra félaga, sem hér verður umræðuefni.
VI
Níundi áratugur síðustu aldar er eitt mesta harðindaskeið í sögu
íslendinga á síðari tímum. Upphaf hans mótast af nafngift eins og
„frostaveturinn mikli“; í kjölfar þeirrar tíðarfarslýsingar siglir
nafnið „mislingasumar“ með manndauða og eymd. Fólk flykkist til
fyrirheitna landsins Ameríku. Hafís lónar og er landfastur við Norð-
urland ár eftir ár. Jafnvel bj artsýnismaðurinn Matthías Jochumsson
örvilnast eina stund og yrkir Volaða land 1888.
Hverjir voru þeir menn í hreggbyljum hafíss og illæris, er vöktust
úr lágreistum býlum í harðbýlum sveitum, sem landflótti herj aði, til
þess að kaupa og lesa í sameiningu bókmenntir heimsins á erlendum
málum?
Eins og áður er að vikið, er í þessari ritsmíð einkum stuðzt við
tvær heimildir úr fórum Benedikts Jónssonar: Gjörðabók Ófeigs í
Skörðum og félaga og ritgerð hans, Bókasafn S-Þingeyinga. Þessum
heimildum ber ekki ávallt fyllilega saman. í ritgerð sinni segir Bene-
dikt um stofnendurna:
Þeir, sem gengu í lestrarfélagið í upphafi á fundinum að Gautlöndum 10.
apríl 1889, voru aðeins 11. Það voru þessir menn:
Ami Jónsson, prestur á Skútust.
Arni Jónsson, bóndi, Þverá.
Benedikt Jónsson á Auðnum.
Helgi Jónsson á Skútustöðum.
Jón Jónsson, Gautlöndum.
Jón Stefánsson á Litluströnd.