Skírnir - 01.01.1970, Side 54
52 SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON SKÍRNIR
Jón Jónsson á Reykjum.
Pétur Jónsson, Gautlöndum.
Snorri Jónsson, Ondólfsstöðum.
Sigurður Jónsson, Yztafelli.
Steinþór Björnsson, Helluvaði.
Hver þessara manna lagði fram 5 kr. til fyrstu bókakaupanna, og var mér
falið að útvega bækur fyrir þá upphæð, sem að nokkru leyti var þegar ákveðið,
hverjar vera skyldu.1
Gjörðabók hefst á „Skrá yfir félagsmenn í 0. S. & F. bókafélagi
1889-90“. Auk þeirra, sem nefndir eru í ritgerðinni, telur hún:
Asgeir Blöndal á Húsavík.
Benedikt Kristjánsson á Grenjaðarstað.
Jón Arason á Þóroddsstað.
Matthías Eggertsson á Einarsstöðum.
Sigurgeir Pétursson í Reykjahlíð.
í félagaskrá Gjörðabókar vantar hins vegar nafn Jóns Stefáns-
sonar á Litluströnd.
Með því að Jón Stefánsson, rithöfundurinn Þorgils gjallandi, er
hinn eini úr þessum hópi, sem getið hefur sér nafn í íslenzkri bók-
menntasögu, fýsir okkur að vita, hvor heimildin fer hér með réttara
mál. Skulum við fyrst athuga, hvor þeirra sé nánari samtímaheimild.
Ekki er nákvæmlega vitað, hvenær Benedikt skrifaði ritgerð sína
um bókasafnið, en hún hlýtur þó að vera skrifuð eftir 1928, því að
undir lok hennar getur hann þess, að það ár hafi Kaupfélag Þing-
eyinga afhent sýslunefnd að gjöf nýja bókhlöðu handa safninu. Þótt
minni Benedikts og andleg skerpa væri með eindæmum fram á efstu
ár, eins og margar heimildir votta, væri með engum ólíkindum, að
hann hefði um 1930 verið tekið að misminna um einstök atvik í
sögu safnsins, og má raunar sjá þess dæmi í ritgerðinni um minni
háttar atriði.
Studdist hann þá ekki um stofnfundinn við ritaða nánari sam-
tímaheimild en Gjörðabók, þegar hann skrifaði ritgerð sína?
Úr því verður ekki skorið með öruggri vissu. Þá heimild hefur
ekki borið mér fyrir augu. Hins vegar bendir sumt til þess, að hún
hafi verið til.
Lítum þessu næst á, hversu náin samtímaheimild Gjörðabók er.
Benedikt á Auðnum hefur fært inn greinargerðir um starfsemi