Skírnir - 01.01.1970, Blaðsíða 55
SKÍRNIR
ÓFEIGUR í SKÖRÐUM
53
tveggja fyrstu áranna, 1889-90 og 1890-91. Engar fundargerðir eru
færðar frá þessum tveimur árum. Næst kemur svo greinargerð um
starfið 1891-92 með hendi Péturs á Gautlöndum og þá fundargerð
frá 21. jan. 1893, einnig með hans hendi.
Jafnvel þótt við gerum ráð fyrir, að það kunni að hafa dregizt
fram á árið 1893 að færa inn greinargerð um starfsemi fyrstu ár-
anna, var þá samt svo skammt um liðið frá fyrsta starfsári, að það
verður að teljast ósennilegt, að Benedikt hefði gleymt nafni vinar
síns, Jóns Stefánssonar, ef hann hefði tekið fullan þátt í bókafélag-
inu það ár.
Hér er þó á fleira að líta, sem gerir örðugt að virða að vettugi
þann vitnisburð ritgerðar Benedikts, að Jón Stefánsson hafi tekið
þátt í stofnun bókafélagsins.
Eftir að Benedikt skrifaði ritgerðina, hefur hann sýnilega borið
frásögn sína af stofnfundinum saman við Gjörðabók. I ritgerðinni
telur hann, eins og rakið var, hvern stofnanda hafa lagt „fram 5
kr.“. Við þetta hefur hann síðar gert athugasemd neðan máls með
blýanti: „kr. 4,00, sbr. reikn. bók fél. 1889/90“.
Auðvitað er vel hugsanlegt, að Benedikt sæist yfir misræmið í fé-
lagatali Gjörðabókar og frásögninni af stofnfundi. Heldur er það
þó ótrúlegt, einkum þegar haft er í huga, að önnur ósamkvæmni en
sú, sem tengd er nafni Jóns Stefánssonar, á við rök að styðjast og
verður skýrð. Félagatalið nefnir fimm menn, sem Benedikt telur
ekki meðal stofnenda. Það misræmi skýrist af frásögn Snorra Jóns-
sonar í Dagbók hans 18. nóv. 1889:
Sunnan þ[íða], rigndi æði mikið framan af um daginn, fór á fund í Múla,
flokkurinn O. S. & F. kom þar saman. Rætt um bækurnar, er keyptar voru
í sumar handa bókafél., og í það gengu fleiri, bókum skipt.
Á þessum fundi má gera ráð fyrir, að hinir fimm nýju hafi bætzt
í félagið, og þeir voru síðan taldir í greinargerð um starfsemina
fyrsta árið. Annað atriði sýnir, að báðar þessar heimildir geta haft
rétt að mæla, þótt ósamhljóða séu. í frásögn Benedikts af stofnfund-
inum er heimili Helga Jónssonar talið á Skútustöðum, en í félags-
mannatali Gjörðabókar 1889-90 í Múla.
Þetta atriði bendir til þess, að annaðhvort hafi Benedikt munað
stofnfundinn trúlega eða, eins og teljast verður líklegra, stuðzt við