Skírnir - 01.01.1970, Síða 56
54 SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON SKÍRNIR
ritaða heimild um hann. Samkvæmt sóknarmannatali Mývatnsþinga
átti Helgi Jónsson heima á Skútustöðum 1888, og þar var hann því
enn til heimilis, er stofnfundurinn var haldinn 10. apríl 1889, en í
fardögum þetta ár fór hann búferlum að Múla,2 og því var eðlilegt,
að telja hann þar búsettan í greinargerð um starfsemi fyrsta ársins.
I frásögn Benedikts af stofnfundinum er heimilisfang Steinþórs
Björnssonar talið á Helluvaði, sem kemur heim við sóknarmanna-
tal Mývatnsþinga á þessum tíma, en í Gjörðabók er hann í félags-
mannatali fyrsta árs talinn á Gautlöndum. Þetta er athyglisverð
skekkja, því að Steinþór fluttist að Gautlöndum 1893, og gæti
bent til þess, að greinargerðin hefði fyrst verið færð inn það ár,
hvernig svo sem á að skýra það misræmi hjá Benedikt, að í Gjörða-
bók er Steinþór talinn á Helluvaði annað starfsár bókafélagsins,
sem og rétt var.
Þau atriði, sem hér hafa verið rakin, benda til þess, að frásögn
Gjörðabókar af upphafi félagsins verði ekki athugasemdalaust tek-
in fram yfir ritgerð Benedikts, þó að hún sé yngri heimild, eins og
hún liggur fyrir.
Þótt ekki séu handbærar heimildir, er skýri það misræmi, sem
hér um ræðir, að því er varðar nafn Jóns Stefánssonar, virðist vel
hugsanlegt, að bæði ritgerðin og Gjörðabók hafi nokkuð til síns
máls.
Stofnfundurinn var haldinn á Gautlöndum í næsta nágrenni Jóns.
Vafalítið hefur hann haft fullan hug á að fylgja þessu fyrirtæki.
Síðan hefur eitthvað það gerzt, sem kom í veg fyrir, að Jón tæki
meiri þátt í félaginu. Á næsta fund í Múla var meira langræði fyrir
einyrkjabónda. Slæmur fjárhagur gat fengið fátækmn manni að
vaxa í augum árgjaldið, hversu mjög sem hann þráði bóklestur, en
það var nokkuð hátt á þeirrar tíðar mælikvarða.
Hvað sem valdið hefur, er Jóns Stefánssonar aldrei getið í
Gjörðabók Ófeigs í Skörðum og félaga. Um ósamkomulag við for-
ystumenn þess hefur þó ekki getað verið að ræða, því að þeir voru
nánir vinir hans til æviloka og gáfu nokkrum árum eftir stofnun
bókafélagsins út fyrsta sagnasafn hans, Ofan úr sveitum.3 Jón Stef-
ánsson átti þess líka kost að lesa erlendar bækur þrátt fyrir þetta.
Áður en bókafélagið var stofnað, hafði hann aðgang að bókum
Menntafélags Mývetninga, og eftir að Steinþór Björnsson fluttist að