Skírnir - 01.01.1970, Síða 57
SKÍRNIR
ÓFEIGUR í SKÖRÐUM
55
Litluströnd 1895, komu bækur Ófeigs í Skörðum og félaga á heimili
þeirra. Eftir stofnun sýslubókasafnsins sat hann við sama borð og
aðrir héraðsbúar um að fá léðar nýjar og eldri bækur. Af bréfum
hans til Benedikts Jónssonar má sjá, hvernig hann notfærði sér það.
VII
Áður en við kynnumst nánar einstökum meðlimum Ófeigs í
Skörðum og félaga, er rétt að athuga ofurlítið, hvaða vitneskju
Gjörðabók gefur um starfsemi félagsins almennt.
Eins og áður er getið, tekur greinargerð um starfsemi hvers árs
til þriggja atriða:
1) Skrár um félagsmenn.
2) Skrár um keyptar bækur.
3) Reikninga félagsins.
Ekki ríkir fullt samræmi milli einstakra ára, yfir hvaða tímabil
þessar skrár eru taldar ná. Svo sem að líkum lætur, var aðallestrar-
tími bændanna, er að félaginu stóðu, á veturna. Langalgengast er
því, að tvö ártöl standi við hverja skrá, t. a. m. er fyrsta starfsár
talið 1889-90. Ekki er heldur fullt samræmi um tímatalið innbyrðis
á einstökum árum. Þannig er talað um félagsmenn 1891-92. Sama
starfsár er talað um bækur keyptar 1891, en reikningarnir miðaðir
við 1891-92. Þetta á sér eðlilegar orsakir. Þær bækur, sem gengu
meðal félagsmanna vetur hvern, munu hafa komið til félagsins sum-
arið eða haustið á undan. Því er það oft, að við skrár um keyptar
bækur stendur aðeins fyrra ártalið, sem hið raunverulega starfs-
tímabil tók yfir.
Til frekari skýringar skal þetta tekið fram: í skránum um fé-
lagsmenn eru ávallt nefnd tvö ártöl nema árin 1893 og 1894, sem
eiga í reynd við veturna 1893-4 og 1894—5. I skrám um keyptar
bækur er oftast aðeins nefnt eitt ártal. Tvö fyrstu árin eru þó talin
1889-90 og 1890-91, og sami háttur er hafður á 1895-96 og
1896-97. Öll hin árin er aðeins nefnt fyrra ártal starfstímabils-
ins. Við reikningana eru jafnan nefnd tvö ártöl nema 1894, 1895
og 1897. Til samræmis við félagsmannatal eiga þeir við tímabilin
1894—5, 1895-6 og 1897-8. Reikningum starfstímabilanna 1898-
1900 er slengt saman og taldir fyrir árin 1898 og 1899. Síðan vantar
í bókina reikninga tveggja síðustu áranna, sem félagsmannatal og