Skírnir - 01.01.1970, Síða 59
SKÍRNIR ÓFEIGUR í SKÖRÐUM 57
á milli þeirra, er greiddu aukagjald og árgjald, og voru þó bæði
sama upphæð, 2 kr.
Árið eftir, 1895-96, er þetta komið í fast form, sem helzt upp
frá því til loka tímabilsins, sem hókin nær yfir. Árgjald er 4 kr., en
aukagjald 2 kr. Þetta ár fækkaði félagsmönnum um 1 og urðu nú
21. Starfsárið 1896-97 fjölgaði aftur upp í 24 félagsmenn, og urðu
þeir ekki færri eftir það, og m. a. s. 26 árin 1899—1900 og 1901-02.
Nokkuð var mismunandi, hvernig félagsmenn skiptust innbyrðis
í aukafélaga og fullgilda. Flestir voru aukafélagar árin 1896-97 og
1899-1900, 8 talsins hvort starfsár, og fæstir 1900-01, 5 talsins.
Nú verða hér birt í stafrófsröð nöfn allra þeirra, er gerðust fé-
lagsmenn í bókafélagi Ófeigs í Skörðum og félaga. Til þess að ljós-
ari sé þjóðfélagsleg samsetning félagsins eru auk nafns eftirfarandi
atriði tilgreind: staða og heimilisfang, er menn gengu í félagið,
fæðingardagur og ár, hjúskaparstétt.1 2 3 4 5 6 7 8 Þá verður greint, hvort þeir
voru fullgildir félagar eða aukafélagar og hvaða tímabil þeir áttu
hlut að félaginu. Um það atriði ber að hafa í huga, að fyrra ártalið
táknar hverju sinni, fyrra ártal þess starfstímabils, er þeir fyrst voru
í félaginu, en hið síðara táknar síðara ártal þess starfsárs, er þeir
voru síðast félagar.
í bókafélagi Ófeigs í Skörðum og félaga á árunum 1889-1902
voru þessir menn:
1. Albert Jónsson, bóndi á Stóruvöllum í Bárðardal, fæddur 11. júní 1857,
kvæntur Guðrúnu Hansínu Jónsdóttur. Aukafélagi 1893-98.
2. Ámi Jónsson, prestur á Skútustöðum í Mývatnssveit, fæddur 9. júlí 1849,
kvæntur Dýrleifu Sveinsdóttur. Fullg. félagi 1889-94[—95].
3. Ámi Jónsson, bóndi á Þverá í Reykjahverfi, fæddur 6. júlí 1863, kvæntur
Rebekku Jónasdóttur. Fullg. félagi 1889-1902.
4. Ásgeir Blöndal, héraðslæknir í Húsavík, fæddur 10. febr. 1858, ekkjumaður.
Fullg. félagi 1889-91 og 1893 [-94].
5. Benedikt Jónsson, bóndi á Auðnum í Laxárdal, fæddur 28. jan. 1846, kvænt-
ur Guðnýju Ilalldórsdóttur. Fullg. félagi 1889-1902.
6. Benedikt Kristjánsson, prestur á Grenjaðarstað í Aðaldal, fæddur 5. nóv.
1840, kvæntur Ólöfu Ástu Þórarinsdóttur. Fullg. félagi 1889-1902.
7. Björn Sigurðsson, sonur hjóna í Ærlækjarseli í Öxarfirði, fæddur 8. des.
1870, kvæntur Vilborgu Guðmundsdóttur. Aukafélagi 1899-1900.
8. Einar Benediktsson, cand. juris. á Héðinshöfða á Tjörnesi, fæddur 31. okt.
1864, ókvæntur. Fullg. félagi 1893 [-94].