Skírnir - 01.01.1970, Blaðsíða 62
60 SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON SKÍRNIR
berum það saman við eldri bókakaupafélög, kemur í ljós mikill
munur á Ófeigi í Skörðum og félögum og þeim.
Af þeim ellefu mönnum, er Benedikt á Auðnum telur stofnendur
félagsins, eru átta bændur. Einn er talinn fyrir búi (Jón Jónsson) og
einn lausamaður (Steinþór Björnsson). Báðir gerðust þeir bænd-
ur skömmu síðar. Aðeins einn er embættismaður, séra Árni á Skútu-
stöðum. í þennan hóp munu svo strax á næsta fundi hafa bætzt
fjórir embættismenn, því að Gjörðabók telur auk hinna fyrrnefndu
sem meðlimi fyrsta árs, þrjá presta, einn lækni og einn bónda. Af
félagsmönnum fyrsta árs eru því tíu úr bændastétt, en fimm embætt-
ismenn.
Ef við lítum nú á, hvernig félagsmenn allra áranna, sem Gjörða-
bók nær yfir, 1889-1902, skiptast eftir starfsstéttum, verður niður-
staðan þessi, og er þá, eins og áður segir, farið eftir sóknarmanna-
tölum um stöðuheiti:
Bændur 15
Synir bónda, húsfreyju eða hjóna og bróðir bónda 12
Prestar 7
Lausamenn og fyrir búi 4
Læknar 2
Lögfræðingar 2
Vinnumenn 2
Kaupmaður og verzlunarmaður 2
Búfræðingur 1
Fyrirvinna 1
Það kann að vera nokkurt vafamál, hver hafi verið hin raunveru-
lega þjóðfélagsstaða þess hóps, sem kirkjubækur tákna með heitum
eins og sonur bónda, húsfreyju, hjóna eða bróðir bónda. Staða
þeirra kann og að hafa verið nokkuð mismunandi eftir landshlutum.
Við samningu þessarar ritsmíðar hef ég ekki haft í höndum gögn
úr Þingeyj arsýslu, sveitarbækur, sem kynnu að geta gefið bending
um, hvort heldur ber að telja þá vinnumenn á búi foreldra sinna,
meðeigendur að búrekstri þeirra eða sj álfstæða bændur. Lausamenn-
irnir munu jöfnum höndum hafa haft framfæri sitt af búskap og
öðrum störfum (iðnaði og verzlun). Ef við drögum niðurstöðu
okkar af þessari athugun á starfsstéttum enn saman, gæti hún litið
svona út: