Skírnir - 01.01.1970, Blaðsíða 63
SKÍRNIR
ÓFEIGUR í SKÖRÐUM
Verzlunarmenn
Embættismenn
Menn úr bændastétt
2
11
35
61
Ef við höfum í huga þjóðfélagslega samsetningu bókakaupafé-
laganna um aldamótin 1800, sem í voru embættismenn, kaupmenn
og stúdentar, verður munurinn ljós.
Hér höfðu hins vegar menn úr bændastétt forystu um stofnun fé-
lagsins og um starf þess og slefnu, meðan það var við lýði. Þetta
kemur einnig glöggt í ljós, þegar athugað er, hverjir störfuðu í fé-
laginu óslitið þau ár, sem Gjörðabók nær yfir, 1889-1902. Þeir
voru:
Arni Jónsson, bóndi á Þverá.
Benedikt Jónsson, bóndi á Auðnum.
Benedikt Kristjánsson, prestur á Grenjaðarstað.
Helgi Jónsson, bóndi í Múla og á Grænavatni.
Pétur Jónsson, bóndi á Gautlöndum.
Sigurður Jónsson, bóndi í Yztafelli.
Snorri Jónsson, bóndi á Ondólfsstöðum.
Til þessa harða kjarna félagsins frá upphafi til enda má og með
miklum rétti telja Jón í Múla, en hann fluttist af félagssvæðinu í ann-
an landsfjórðung 1899; Sigurjón Friðjónsson, sem gerðist félags-
maður á öðru starfsári og var þar síðan óslitið til loka; og Steinþór
Björnsson, sem var félagsmaður öll árin nema tvö.
Það má vekja athygli, að í ofannefndum sjö manna hópi eru
tvennir bræður, Benedikt á Auðnum og Snorri, Helgi og Sigurður
í Yztafelli. Raunar var náin frændsemi og tengdir með forystusveit-
inni og fjölda félagsmanna auk þess, sem þegar er á bent. Þannig
var einnig Jón Jónsson á Þverá bróðir Benedikts á Auðnum, og
Hólmgeir Þorsteinsson var kvæntur systur hans. Jón Jónsson á Gaut-
löndum og Steingrímur sýslumaður voru bræður Péturs á Gautlönd-
um, og séra Árni á Skútustöðum og Hjálmar Jónsson á Ljótsstöðum
voru bræður Sigurðar í Yztafelli, svo að dæmi séu nefnd um hið
nánasta.
Athugum þessu næst, hversu félagið skiptist landfræðilega, og er
það orð notað bókstaflega og ekki hirt um stjórnskipunarleg mörk
hreppa, þótt hins vegar fari löngum saman hreppamörk og land-
fræðileg mörk. Hér er því Reykj ahverfi nefnt sem landfræðileg heild