Skírnir - 01.01.1970, Page 64
62
SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON
SKÍRNIR
og Laxamýri talin til þess, þótt tvímælis kunni að orka. Hér er einnig
aðeins miðað við dvalarstað manna, er þeir gengu í félagið, enda
ekki ýkja mikið um flutninga manna milli sveita, eins og sést af
athugasemdum við félagsmannatalið. Milli sveita skiptust félags-
menn þannig:
Svalbarðsströnd 1
Kaldakinn 3
Bárðardalur 3
Mývatnssveit 6
Laxárdalur 12
Reykjadalur 4
Aðaldalur 7
Reykjahverfi 4
Húsavík og Tjömes 7
Oxarfjörður 1
Þessi skrá sýnir a. m. k., hvar í sveit menn voru staddir, er þeim
kom hvöt að ganga í félagið. Hún sýnir einnig, að landfræðilega lá
þungamiðj a félagsáhugans frá Mývatnssveit í suðri, norður um Lax-
árdal og Aðaldal út á Húsavík.
Menn þarf ekki að undra, að hin tiltölulega fámenna og fátæka
sveit Laxárdalur skipar hér fremst rúm, þegar haft er í huga, að
bókasafn félagsins var varðveitt á Auðnum, og þar bjó mesti eld-
huginn um framgang félagsins, Benedikt Jónsson. Hann fékk jafn-
vel vinnumenn og lausamenn, sem komu í sveitina aðvífandi í stutt-
an tíma, til að ganga í félagið. Sumum kann að þykja Mývatnssveit
standa lægra á blaði en mátt hefði vænta. Þess er þá að gæta, að sú
sveit hafði einmitt lagt hinum sveitunum til menn, sem af hvað
mestum áhuga fylgdu félaginu. Þaðan komu Sigurður í Yztafelli,
séra Helgi á Helgastöðum, Helgi í Múla, Hjálmar Jónsson á Ljóts-
stöðum, Jón á Reykjum (og í Múla), Jón Ármann Jakobsson, Stein-
grímur sýslumaður o. fl.
Að nokkru eftir þessum landfræðilegu mörkum virðist félaginu
hafa verið skipt í deildir. Um þá deildaskiptingu verður ekki neitt
ráðið af Gjörðabók, því að þar er aðeins einu sinni nefnd slík skipt-
ing, og gefur sú bókun enga heildarmynd. Dreifing bóka fór fram
með þeim hætti, að þær gengu á milli félagsmanna í deildunum
hverri á eftir annarri. í bækur félagsins hafa verið límdir göngu-
listar (oftast innan á spjöldin), þar sem skráð er sú leið, sem hver