Skírnir - 01.01.1970, Side 65
SKÍRNIR
ÓFEIGUR í SKÖRÐUM
63
bók gekk, og stundum móttökudagur og afhendingardagur. í nokkr-
um gömlum bókum úr eigu Ofeigs í Skörðum og félaga í Bókasafni
Suður-Þingeyinga í Húsavík eru enn varðveitt brot úr þessum list-
um, og er sá einna heillegastur, þeirra er ég hef skoðað, sem límdur
er við Kong Midas, Skuespil i fire Akter af Gunnar Heiberg, K0ben-
havn 1890. Af dagsetningum og bæjarnöfnum á listanum má ráða,
að bókin gekk meðal félagsmanna veturinn 1891-92. Þá var félag-
inu skipt í þrjár deildir, sem merktar voru rómverskum tölum. í I.
deild voru bæir í Laxárdal og Mývatnssveit. í II. deild bæir í
Reykj ahverfi, Húsavík og Sandur í Aðaldal. Á broti af öðrum
göngulista frá 1894 er þessi deild kölluð Húsavíkurdeild. í III.
deild voru bæir í Aðaldal, Reykjadal og Köldukinn. Á göngulista-
brotum frá 1894, er þessi deild kölluð Staðadeild. Þegar það er
haft í huga, að þessi deildaskipting virðist komin á 1891-92, er dá-
lítið einkennileg bókun Gjörðabókar frá fundi 5. des. 1893:
Sú breyting var samþykkt á deildaskipun bókafélagsins, að Kinnungarnir
fylgi deild Staðamanna og Reykdæla.
Hugsanleg skýring á þessu er sú, að starfsárið 1893 [-94] bættust
við tveir félagsmenn í Bárðardal, og hefði þá getað verið ákveðið,
að Kinnungar og Bárðdælir mynduðu deild sér, þótt ekki sé neitt
bókað um slíkt. Kinnungar hefðu hins vegar getað talið hentugra
að fylgja Aðaldælum, og bókunin stafað af því. í Bárðardal voru
líka einungis aukafélagar, og ef það er rétt, sem mér virðist, áttu þeir
fyrst og fremst kost á að nota eldri bækurnar, en nýj ar bækur gengu
á milli aðalfélaga.
Lítum enn á eitt atriði, sem félagatalið að framan veitir vitneskju
um.
Á hvaða aldri voru þeir ellefu menn, sem gengust fyrir stofnun
bókafélagsins 1889? Var þar á ferð æskulýður í menntunarleit eða
aldurhnignir fræðendur?
Elztur í hópnum var Benedikt á Auðnum, sem varð 43 ára 1889.
Sjö þeirra voru milli þrítugs og fertugs, og þrír voru ekki orðnir þrí-
tugir. Meðalaldur hópsins var sem næst 34 ár. Svipað verður uppi,
þegar litið er á aldur félagsmanna í heild. Elztur, þegar hann gekk í
félagið, var séra Benedikt Kristjánsson, 49 ára, fæddur 5. nóv. 1840.
Aðeins tveir voru yngri en tvítugir, er þeir gengu í félagið. Jón Bald-