Skírnir - 01.01.1970, Qupperneq 66
64
SVEINN SKORRI HOSKULDSSON
SKÍRNIR
vinsson í Garði gekk inn 1896 átján ára gamall, fæddur 1878, og
Sigurður Sigfússon á Halldórsstöðum gekk inn 1899 nítján ára,
fæddur 1880.
011 meginfylking Öfeigs í Skörðum og félaga stóð í blóma aldurs
síns milli tvítugs og fertugs, er hún hóf þátttöku. Vissulega höfðu
fæstir þessara manna, og engir oddvitanna, skólagöngu að baki, og
vafalaust hefur einskær menntunarleit vakað fyrir sumum félags-
mönnum. En forystumennirnir a. m. k. höfðu þegar aflað sér mikill-
ar sjálfsmenntunar, er þeir stofnuðu félagið, svo að þeir störfuðu í
anda þeirra sanninda, að mennttm á sér ekkert endanlegt mark, held-
ur er ævarandi kostur þess að verjast menntunarleysi. Hér mun þó
hafa verið meira á ferð en leit menntunar ein. Þegar Benedikt á
Auðnum leit til baka á stofnun Ófeigs í Skörðum og félaga komst
hann svo að orði í ritgerð sinni, Bókasafn S-Þingeyinga, er hann
hafði lýst Þjóðliði íslendinga:
En þessa er hér getið yegna þess, að þeir, sem kvöddu til fundarins að Ein-
arsstöðum 14. des. 1888 og sóttu hann, voru allir gamlir fyrirliðar úr Þjóð-
liðinu og samverkamenn um langt skeið. - Og það vora einnig sömu mennimir,
sem öflugastan þátt höfðu tekið í stofnun Kaupfélags Þingeyinga 1882. Nú
stóðu þeir hlið við hlið í baráttunni fyrir viðgangi þess félagsskapar sem full-
tíða menn og bændur í héraðinu. Eftir hið pólitíska skipbrot Þjóðliðsins
höfðu þeir nú snúið sér að atvinnumálunum heima fyrir.
í héraðinu var hinn mesti flokkadráttur, sem stafaði af stofnun kaupfélagsins
og starfsemi þess. - Stóðu þar öðru megin kaupmannasinnar með Þórð Gud-
johnsen verzlunarstjóra í fararhi-oddi. Hins vegar stóðu kaupfélagsmenn, en því
miður ekki ætíð svo samhuga og samtaka sem skyldi. Kaupmannaflokknum
fylgdi sýslumaðurinn, Ben. Sveinsson, í öllum héraðsmálum og félagsmálum,
og torveldaði það mjög alla aðstöðu kaupfélagsins, sérstaklega í málaferlum
þeim, sem urðu á milli Húsavíkurhrepps og kaupfélagsins. Nú stóð þessi ófrið-
ur og ofsóknir gegn K. Þ. sem hæst. Hinir gömlu foringjar okkar, Jón Gauti,
Einar í Nesi, sra Benedikt í Múla o. fl., voru nú á fallanda fæti og auðsætt, að
þeirra forystu nyti ekki til lengdar, eins og á daginn kom. - Hverjir áttu þá
að taka upp merki þeirra og bera það fram tii sigurs?
Það var þessi spurning, sem átti að gera tilraun til að svara á fundinum
14. des. 1888. Og fundurinn svaraði spurningunni fyrir sitt leyti. Fundarmenn
sögðu, og voru sammála um það: Enginn okkar er því vaxinn né heldur kýs
það að taka upp merki hinna gömlu foringja og bera það fram á sama hátt
og þeir gerðu. En ef við stöndum allir sammála og samtaka og fáum fleiri og
fleiri til að verða okkur samtaka, þá getur það átak orkað nokkra til umbóta
og sigurs á þeim öflum, sem við teljum skaðsamleg landi og lýð og andstæð