Skírnir - 01.01.1970, Side 67
SKÍRNIR
ÓFEIGUR í SKÖRÐUM
65
heilbrigöri menningu og hagsmunum alþýðu. Þess vegna er það aðalatriðið,
að við, sem nú höfum tekizt á hendur að bera fram og vinna fyrir réttmæt mál-
efni alþýðunnar, séum að öllu leyti samtaka, vinnum aldrei hver gegn öðrum
og höfum allir sömu grundvallaratriði og lífsskoðun að styðjast við. En til
þess að tryggja þetta verðum við að efla sjálfa okkur að þekkingu og réttum
skilningi á þeim málefnum, sem við vinnum fyrir, og reyna svo að útbreiða þá
þekkingu meðal almennings eftir föngum og með þeim ráðum og meðölum,
sem við allir værum sammála um.1
Á næsta fundi Ófeigs í Skörðum og félaga var svo stofnun bóka-
félagsins ákveðin. Það voru menn, sem þegar stóðu í illvígri bar-
áttu, pólitískri, félagslegri og hugmyndafræðilegri, er stofnuðu
bókafélagið.
Höfðu þeir ekki fyrst og fremst í hyggju að skapa sér andlegt
vopnabúr, hertygjast af fremsta megni þeim hugmyndum og hug-
sjónum, er hæst bar í menntaðri samtíð þeirra í Evrópu, verjast því
að menntunarskortur og stirðnun þekkingarleitar yrði þeim að falli
í baráttu, er þeir töldu varða líf sitt og hamingju - og svo niðja
sinna?
Lítum nú á þær bækur, er þeir töldu sér haldkvæmar til að ná til-
gangi sínum.
IX
Áður en birtur verður listi yfir bækur, sem Ófeigur í Skörðum og
félagar keyptu á árunum 1889-1902, skv. því er Gjörðabók upplýsir,
þykir rétt að skýra nokkuð, hversu sú skrá er gerð.
Fyrsta könnun mín, sumarið 1967, var að skoða allar erlendar
bækur í Bókasafni S-Þingeyinga hillu eftir hillu. Skrifaði ég þá hjá
mér titla þeirra bóka, er merktar voru 0. S. & F. eða í voru göngu-
listar, sem báru með sér, að þær liefðu verið í eigu félagsins, þótt
ekki bæru þær fangamark þess.
Það var ekki fyrr en ég hafði lokið þessu starfi, að ég fékk í hend-
ur gögn félagsins, Gjörðabók og grein Benedikts Jónssonar. Ég sá
strax, að Gjörðabók taldi miklu fleiri titla en þá, sem ég hafði
skrifað upp, svo að ekki hafa allar bækur félagsins verið merktar
því. Það kom þó í ljós, að uppskriftir mínar höfðu ekki verið til
einskis. Gjörðabók lýkur, eins og fyrr segir, með starfsárinu 1901-
02, en Bókasafn S-Þingeyinga var stofnað 1905 um þann kjarna,
5