Skírnir - 01.01.1970, Síða 69
SKÍRNIR
ÓFEIGUR í SKÖRÐUM
67
þótt sjaldan geti leikið vafi á, hvaða útgáfa var keypt. Eru þessar
bækur auðkenndar svo í skránni, að framan við titil stendur innan
hornklofa skammstöfunin N.Bft. eða D.Bft., eftir því hvaða bók-
fræðiheimild hefur verið notuð. Þá munu menn taka eftir því, að
stundum standa einnig útgáfustaðir og/eða ár annarra bóka innan
hornklofa. Þar er um að ræða bækur, sem ekki bera þessar upp-
lýsingar á titilblaði, og er þá um þessi atriði farið eftir framan-
greindum bókfræðiheimildum. Það er sérstaklega varðandi þessar
síðast nefndu bækur, sem miklar villur er að finna í Bskr. 1910,
er birtir útgáfuár þeirra og stundum útgáfustaði eftir einhverri lítt
skiljanlegri reglu. Þetta eru einkum bækur úr hinni ódýru norsku
útgáfu Bibliothek for de tusen hjem, sem ekki skýra frá útgáfuári.
Á mörgum þeirra, þó ekki öllum, stendur neðst á titilblaðinu: „For-
lag: Bibliothek for de tusen hjem. Fagerstrand pr. H0vik“. í þessari
ritsmíð er þó jafnan farið eftir Norsk Bogfortegnelse, sem í öllum til-
vikum telur útgáfustað Kristiania og tilgreinir útgáfuár og stundum
líka útgáfustað innan hornklofa.
Hér í skránni eru nöfn sjálfra höfundanna oft skráð fyllri en þau
eru á titilblaði eða í bókfræðiheimildum. Er þá um þau farið eftir
alfræðibókum og æviskrám viðkomandi þjóðlanda án þess, að þeirra
heimilda sé getið hverju sinni.
Loks er þess síðast getið við hverja bók, hvenær hún var keypt
handa Ófeigi í Skörðum og félögum, og eru bækur einstakra höf-
unda taldar í þeirri röð, semþær voru keyptar. Er forvitnilegt að sjá,
hversu fljótir bókafélagsmenn voru oft þrátt fyrir þröngan fjárhag
til að kaupa áhugaverðar bækur.
Samkvæmt Gjörðabók voru eftirtaldar bækur keyptar handa
Ófeigi í Skörðum og félögum á árunum 1889-1902:
Aho, Juhani: Bogen om Finland. Kh. 1899. Keypt 19001—01].
Amdrup, V. M.: Kort populær FremstUling af Skifte- og Arvereglerne. (Stu-
dentersamf. Smaaskr. 25-26). Kh. 1886. Keypt 1889-90.
Arnoldson, K. P.: Lov - ikke krig mellem folkene. [Chra. 1890]. Keypt 1900
[-01].
Asbj0rnsen, P. C.: Norske Folke- og Huldre Eventyr i Udvalg. Kh. 1896. Keypt
1899 [-1900].
Auerbach, Berthold: Tuppe Barfod. Kra. [1888]. Keypt 1890-91.
Bajer, Fredrik: Nordiske Nevtralitetsforbund. (Studentersamf. Smaaskr. 13-
14). Kh. 1885. Keypt 1889-90.