Skírnir - 01.01.1970, Síða 83
SKÍRNIIÍ
ÓFEIGUR í SKÖRÐUM
81
X
Það væri efni í heila bók, ef gera ætti sæmilega rækilega grein
fyrir þeirn bókum og höfundum, sem framanskráðir listar telja. Þeir
hljóta því á þessum stað að mestu leyti að verða að tala máli sínu
sjálfir. A nokkra meginþætti má þó benda.
Mestur hluti þeirra bóka, sem hér um ræðir, er skáldverk, fyrst
og fremst skáldsögur, smásögur og leikrit. Hins vegar er ekki margt
ljóðasafna. Þá eru rit um bókmenntir, heimspeki og þjóðfélagsmál.
Loks eru ýmis almenn fræðslurit, mörg úr flokknum Studentersam-
fundets Smaaskrifter.
Ef við lítum á þá höfunda, sem félagið hefur eignazt flest verk
eftir, kemur Henrik Ibsen hæstur með 17, Jonas Lie 14, Leo Tolstoj
12, Arne Garborg 11, Georg Brandes 10, Bjdrnstjerne Bjprnson 9,
Alexander Kielland og Harald Hpffding með 8 hvor og Henry
George og Amalie Skram með 6 hvort. Af öðrum höfundum átti fé-
lagið færri en fimm verk eftir hvern.
Af skáldum sjáum við, að hér skipar hin norska höfundakynslóð
raunsæistímans fremsta rúmið, og raunar verður svipað uppi á ten-
ingnum, þegar litið er í heild á skáldverk í eigu félagsins. Það voru
höfundar frá skeiði síðrómantíkur, realisma, natúralisma og im-
pressionisma, sem Ófeigur í Skörðum og félagar lásu öðrum fremur.
Einnig má sjá fulltrúa næstu bókmenntastefna á eftir. Knut Hamsun
kynnast þeir strax af fyrstu bók hans, og Ola Hansson kemst á blað
upp úr aldamótunum.1 Það er athyglisvert, hversu oft þetta fátæka
félag keypti erlendar bækur svo til jafnóðum og þær komu út, ef
höfundurinn þótti áhugaverður. Það eru ekki fáar fyrstu útgáfur
merkilegra skáldrita í safninu.
Þá er forvitnilegt, hversu margar bóka Georgs Brandesar þeir
hafa keypt, en eins og alkunnugt er, var hann hugmyndafræðilegur
oddviti raunsæisstefnunnar á Norðurlöndum. Rit danska heimsepki-
prófessorsins Haralds Hpffdings koma einnig ofarlega á blaði. Af rit-
um um heimspeki og trúmál ber mest á þeim, er boðuðu frjálshyggju
og skynsemisstefnu í anda raunvísinda og natúralisma. Það er vert
að benda á, að þau verk, sem bera meiri keim af dulhyggju og áhuga
á spíritisma og félagið eignaðist undir lokin, eru mörg gjöf frá Oddi
Bj örnssyni prentara, en ekki keypt af hvötum félagsmanna.
Af ritum um félagsvísindi og stjórnmál eru flest eftir Henry Ge-
6