Skírnir - 01.01.1970, Síða 84
82 SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON SKÍRNIR
orge, og mörg eru rit þessa flokks eftir menn, sem boðuðu frjáls-
iyndar og róttækar þjóðfélagsskoðanir, svo sem John Stuart Mill
og sósíalistann Fernando Linderberg.
Þótt bókasafn þetta sé merkilegt og alls áhuga vert, er hitt samt
e. t. v. forvitnilegra, hver áhrif lestur bókanna hafði á félagsmenn.
Aður en að þeim þætti kemur, skulum við þó huga nánar að félaginu
sjálfu og lokaþætti sögu þess.
XI
Þess er áður getið, að Ofeigur í Skörðum og félagar áttu sér eng-
in skrifuð lög, en Pétur Jónsson á Gautlöndum var kjörinn lögsögu-
maður bandamanna. Hann reyndist farsæll foringi, sem leiddi stefnu-
mál félagsins til sigurs í héraði og valdist til mikils trúnaðar alþjóð-
ar. Svipuð mynd birtist, þegar Gjörðabók er athuguð. Þar er hvergi
talað um stjórn eða formann, en Pétur á Gautlöndum undirritar
greinargerðir um ársstarfsemina hverju sinni frá upphafi til 1894.
Eftir það eru greinargerðir óundirritaðar. Eina fasta embættið virð-
ist hafa verið starf bókavarðar, og var það jafnan í höndum Bene-
dikts á Auðnum. Hann hafði og löngum mesta hönd í bagga um það,
hverjar bækur voru pantaðar. Þó var sérstök nefnd a. m. k. einu sinni
kosin í þessu skyni. Segir í fundargerð frá 21. jan. 1893:
Var kosin 3 manna nefnd til að annast um bókakaup fyrir félagið næsta ár.
Kosningu hlutu Pétur á Gautl., Bened. á Auðnum og Jón í Múla, að ööru
leyti skyldi haga bókavalinu eins og næstliðin ár.
Flest önnur ár virðast þeir Benedikt og Pétur hafa ráðið mestu
um bókavalið. Kaup bókanna erlendis fóru fyrst fram með þeim
hætti, að hræður Péturs, Steingrímur og Þorlákur Jónssynir frá
Gautlöndum, önnuðust þau í Kaupmannahöfn. Fór Steingrímur
þangað til náms 1888 og Þorlákur ári síðar. í bréfasafni Steingríms,
sem nú er í vörzlu Kristjáns sonar hans, eru varðveitt nokkur bréf
Péturs með bókapöntunum fyrir félagið. Eru pöntunarlistarnir að
mestu með hendi Benedikts, en Pétur hefur stundum bætt við þá, og
stundum felur hann bræðrum sínum að kaupa til viðbótar að þeirra
eigin vali. Þeir benda líka stundum á hræringar og stefnuhvörf í
bókmenntum og andlegu lífi í Danmörku. Þannig segir Þorlákur í
bréfi til Péturs 7. nóv. 1893: