Skírnir - 01.01.1970, Page 85
SKIRNXR
ÓFEIGUR í SKÖRÐUM
83
Hin nýja skáldskaparstefna, sem þið líklegi [svo] ekki þekkið að mun og
kallar sig Symbolismus hef[u]r nú stofnað nýtt tímarit hér í landi, sem heitir
Taamet. — Þar segir svo: Naturalismen er ingen poesi, nej; Idealisme er
poesi - og af þessu tagi fleira.
Eftir heimför Steingríms1 og fráfall Þorláks 1897 mun Oddur
Björnsson prentari hafa tekið að sér útvegun bókanna 1898 og e.
t. v. fleiri næstu ár, a. m. k. 1901.
Eftir að bróðursynir Péturs, Böðvar og Jón Kristj ánssynir, komu
til Kaupmannahafnar 1901, önnuðust þeir bókakaupin ytra og munu
hafa haft þau á hendi, meðan bókafélagið starfaði. Má sj á af bréfum
þeirra til Péturs, að þá var aftur sá háttur á, að þeir bræður bentu á
áhugaverðar bækur og höfunda og keyptu jafnvel bækur að eigin
vali og sendu heim.
Ég hef borið varðveitt bréf þessara frænda til Péturs saman við
innkaupaskrárnar, og koma þær bækur, sem í bréfunum eru nefndar
heim við skrárnar í öilum atriðum nema einu. í bréfi 5. sept. 1893
kveðst Þorlákur hafa keypt og sent heim m. a.: „Lie: Trold 1-2 og
Bjprnson: Fred (Oratorium)“. Þessar bækur verða ekki fundnar
meðal keyptra bóka í Gjörðabólc, en hins vegar er Trold Lies talin
meðal þeirra bóka, er seldar hafi verið Menntafélagi Mývetninga
1893-94,2 svo að þarna virðist gloppa í Gjörðabók.
Sú fjárhæð, sem varið var til bókakaupa, var ofurlítið mismunandi
frá ári til árs. Fyrsta árið var keypt fyrir kr. 44-. Lægst var upp-
hæðin 1894 [-95] kr. 34- og hæst 1898-99 kr. 89,57. Ef tekið er
meðaltal áranna 1889-1901, en það eru þau ár, sem reikningar ná
yfir, verður upphæð bókakaupafj árins kr. 55,90 á ári. Það má e. t. v.
vera til hliðsjónar, að um þær mundir, er bókafélagið var stofnað,
mun verð meðalsauðar hjá Kaupfélagi Þingeyinga hafa verið ná-
lægt 15 krónum.3 Miðað við það liggur nærri, að bókafélagsmenn
hafi sameiginlega varið 3-4 sauðaverðum á ári til bókakaupa. Þarna
kann þó einhverju að skakka, því að ég hef ei handbærar heimildir
um afurðaverð tímabilsins og verðlag á sauðfénaði var löngum
nokkuð óstöðugt.
Þótt þetta væri meiri fjárhæð en algengt var, að menn verðu til
bókakaupa á þessum tíma, var hún svo knöpp, að full þörf var á að
gæta hagsýni. Má sjá í bréfum þeirra Gautlandafrænda, hversu þeir
reyndu að elta uppi ódýrar bækur hjá fornsölum, og mikið keyptu