Skírnir - 01.01.1970, Síða 86
84
SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON
SKÍRNIR
þeir bóka, sem gefnar voru út í ódýrum almenningsútgáfum, svo sem
Studentersamfundets Smaaskrifter og bækur norska forlagsins Bib-
liothek for de tusen hjem, þar sem hægt var að eignast klassísk og
nútímaleg bókmenntaverk fyrir nokkra aura.
Benedikt Jónsson skýrir svo frá í grein sinni, Bókasafn S-Þing-
eyinga,4 að upphaflega hafi það verið ætlun bókafélagsmanna að
selja bækurnar, er félagsmenn hefðu lesið þær, fyrir helming eða tvo
þriðju hluta verðs. Svo var þó ekki gert, og söfnuðust bækurnar
frá ári til árs; varðveitti Benedikt þær á Auðnum. Um þetta er til
samþykkt í Gjörðabók frá fundi 21. jan. 1893:
Borin upp og samþ. þessi fundarályktun: Félagið selur eigi bækur sínar
þetta ár. Jafnframt var samþ. að geyma hinar eldri bækur allar á einum stað
og lána þær félagsmönnum einum í senn og skili hver þangað. Bókavörður
var fenginn Benfeid. Jónsson á Auðnum.
Á fundi 5. des. 1893 var hins vegar samþykkt að selja Menntafé-
lagi Mývetninga eftirtaldar bækur:
Kielland, A.: Gift, Arbeidsfolk.
Lie, Jonas: Livsslaven, Trold, Familjen paa Gilje, Onde Magter.
Daudet: Den udödelige, Naar kunstnere gifter sig, Mindre fortællinger I—III.
Rosegger: Mangeslags folk, Fortællinger fra Steiermark.
Reuter: Fæstningsfange.
Er þetta eina dæmi þess, að bækur félagsins væru seldar, og komu
raunar aðrar bækur fyrir frá Mývetningum. Eftir þvi sem safn fé-
lagsins óx, tóku forystumenn þess að hugleiða, hver skyldi verða
framtíð þess. Benedikt Jónsson segir svo frá:
Á aðalfundi 1894 var því slegið föstu að sundra aldrei bókunum, heldur
reyna að láta þær verða vísir til alþýðubókasafns, sem héraðsmenn allir gætu
átt aðgang að, en nokkuð voru skiptar skoðanir um skipulag slíks bókasafns.
Sumir hugsuðu sér, að það framvegis yrði eign lestrarfélags með líku skipu-
lagi og nú var komið á félag okkar; en öðrum sýndist, að á þeim grundvelli
væri valt að byggja framtíð alþýðubókasafns. Slíkur félagsskapur gæti sundr-
azt og fáeinir menn að lokum slegið eign sinni á bækurnar og sundrað þeim. -
Við Pétur Gauti héldum því fram, að bókasafnið yrði að komast í eigu og
umráð einhverrar fastrar og varanlegrar stofnunar, sem hefði fjárráð í al-
menningsþarfir, og lá þá beinast við að hugsa sér kaupfélagið sem eiganda
safnsins, enda stóðu þessi bókakaup í beinu og nánu sambandi við kaupfélags-