Skírnir - 01.01.1970, Síða 87
SKÍRNIR
ÓFEIGUR í SKÖRÐUM
85
skapinn, og í vali bókanna hafSi frá upphafi verið tekið sérstakt tillit til þess
að afla bóka um alls konar félagsmál og félagsmálastefnur.®
Sú varð niðurstaðan, að Kaupfélagi Þingeyinga var boðið bóka-
safn Ofeigs í Skörðum og félaga að gj öf með því skilyrði, að stofn-
að yrði af því almenningsbókasafn og aukið við það árlega. Lá þetta
tilboð fyrir aðalfundum kaupfélagsins 1896-97.6 Ekki treystist
kaupfélagið til að taka að sér þetta hlutverk, og varð ekki af neinu.
Fjórum árum síðar brugðu þeir félagar á annað ráð. Segir í
Gjörðabók frá fundi Ófeigs í Skörðum og félaga að Grenjaðarstað
30. jan. 1900:
Samþykkt að fela Pétri Jónssyni á Gautlöndum fyrir hönd bókafélagsins
að bjóða sýslunefnd Suður-Þingeyinga bókasafn félagsins, eins og það er nú,
fyrir 200 kr., og verði þá bókasafnið vísir til sýslubókasafns, er geymist á
Húsavík. Viðvíkjandi því, hvenær bækurnar yrðu afhentar, hvenær borgaðar
o. fl. þar að lútandi, hefir umboðsmaðurinn óbundnar hendur.
Þetta tilboð lá fyrir aðalfundi sýslunefndar 12.—17. marz 1900.
Um afdrif málsins segir í sýslufundargerð:
Eftir allýtarlegar umræður um málið komst meiri hluti sýslunefndarinnar
að þeirri niðurstöðu, að þótt það gæti verið æskilegt að stofna sýslubókasafn,
þá sé það sýslusjóðnum um megn nú sem stendur, og meðan eigi er von um
styrk úr landssjóði til þess að taka upp á sig þau útgjöld, sem hljóta að verða
því samfara, að minnsta kosti án þess að heyra áður álit almennings um þetta
mál. Af þessum ástæðum gat sýslunefndin eigi að svo komnu máli tekið að
sér hið fram komna tilboð.7
Aftur lá málið fyrir sýslunefnd 1901, og enn fór á sömu leið. Á að-
alfundi sýslunefndar 1902 bauðst Ófeigur í Skörðum og félagar til
að gefa sýslunni bókasafnið, en allt kom fyrir ekki. Segir í sýslu-
fundargerð:
Við umræðumar um þessi tilboð kom það í Ijós, að meiri hluti sýslunefndar-
manna áleit það ofvaxið sýslusjóði og ótímabært að stofna nú sýslubókasafn á
Húsavík, er kostað gæti sýslusjóð allt að 200 kr. á ári, og sömuleiðis töldu
sýslunefndarmennimir úr vesturhluta sýslunnar litlar líkur til, að hreppar
þeirra hefðu safnsins nokkur not.
Sýslunefndin ályktaði því með meiri hluta atkvæða að hafna hinum fram
komnu tilboðum. Hins vegar viðurkennir sýslunefndin, að mikilsvert sé, að