Skírnir - 01.01.1970, Side 88
86
SVEINN SKORRI HOSKULDSSON
SKÍRNIR
bókasafnið O. S. & F. geti viðhaldizt, og veitir því nefndin með meiri hluta
atkvæða safninu 50 króna styrk á þessu ári.8
Sennilega hafa þessar umleitanir forystumanna Ofeigs í Skörðum
og félaga meðfram stafað af því, að áhugi félagsmanna almennt hafi
verið tekinn að dofna eitthvað, og jafnframt hljóta svo þessar til-
raunir að hafa dregið úr markvissri starfsemi. Kann það allt að vera
skýring á því, að ekkert er fært í Gjörðabók um starfsemi þriggja
síðustu áranna. Benedikt vann þó bókafélaginu ótrauður áfram. Er
varðveitt skemmtileg heimild um þrotlausa elju hans við að vinna
að framgangi áhugamála sinna í bréfi frá honum til Péturs á Gaut-
löndum, dags. 26. des. 1902:
Stgr.9 fer sjálfsagt á fundinn,10 enda megum við ekki án hans vera, því
hann er nú heitasti og áhugamesti kaupfélagsmaðurinn í héraðinu, svo yndi
er heyra til hans, þegar honum tekst upp. Og sósíalisti er hann orðinn
eftir mínu hjarta. Eg var líka vel á veg kominn að gera Stefán Gudjohnsen og
Lúðvík að sósíalistum. Þeir höfðu heitið því að gefa sig eitt ár undir mín
áhrif og reyna, hvað ég orkaði. Eg valdi þeim bækur, og þeir lásu allt, er ég
sagði þeim, og voru hrifnir af sumu. En nú truflaði bruninn þennan einkenni-
lega samning, og eina bókina brenndu þeir fyrir okkur.11
En vel á minnzt! Eitthvað verður að gera við bókafélagið. Við verðum að
koma á fundi í vetur og ráða eitthvað af. Ég get varla haldið reglu á bókunum
eins og stendur. - Fáir hafa notað þær í vetur, og minnst hinir reglulegu fé-
lagsmenn. Aukafélaga má telja Jón á Halldórsst. Ld., Steingrím Sigurðsson,
sem þar var, Stefán, Lúðvík, Jónas og Bjama Gren. á Húsavík. Kári byrjaði,
en þaut svo vestur á Isafjörð. Bókafélaginu verðum við um fram alla muni
að halda saman og gera nú rögg á okkur að panta eitthvað af bókum. Það er
afleitt, ef þessi félagsskapur drafnar nú niður.
Hér er heldur en ekki skipt hlutverkum frá því, er var á árunum
1880-90, þegar Benedikt er nú tekinn að kenna syni höfuðandstæð-
ingsins, Þórðar faktors Gudjohnsens, sósíalisma. Benedikt nefnir
þarna þrjá nýja menn til bókafélagsins, sem ekki getur um í Gjörða-
bók. Lúðvík er hins vegar séra Lúðvík Knudsen, sem áður hafði ver-
ið félagi og var nú kominn aftur í Þingeyj arþing sem bókhaldari
hjá 0rum & Wulff. Stefán var, eins og sagði, sonur Þórðar Gudjohn-
sens og tók við forstöðu verzlunarinnar á eftir honum. Jónas mun
sennilega hafa verið Jónas Sigurðsson, síðar oddviti og sparisjóðs-