Skírnir - 01.01.1970, Side 89
SKÍRNIR
ÓFEIGUR í SKÖRÐUM
87
stjóri í Húsavík, og Bjarni Gren. mun hafa verið' frá Grenjaðarstað,
sonur séra Benedikts Kristj ánssonar, síðar kaupmaður í Húsavík.
Hið síðasta, sem mér hefur tekizt að finna um starfsemi Ófeigs í
Skörðum og félaga er fundargerð frá 1904, sem varðveitt er á lausu
blaði í bréfasafni Benedikts Jónssonar í Landsbókasafni og undir-
rituð af honum og Pétri á Gautlöndum. Þar segir:
Ár 1904, hinn 27. janúar, héldu 0. S. & F. bókafélagar fund meS sér a'ð
GrenjaðarstaS. Þar gerðist þetta:
1. GerSi gjaldkeri grein fyrir efnahag félagsins, sem nú skuldar ca. 20 kr.
2. Samin félagaskrá, og gerðust 13 menn reglulegir félagar framvegis.
3. GerS grein fyrir hókakaupum á næstl. ári, er voru mjög lítil.
4. Rætt um framtíS bókasafnsins og meðferð þess og samþykkt:
a. Fundurinn ályktar að láta tilboð sitt frá 1901 [svo]12 um að gefa sýslufé-
laginu bókasafnið skuli enn vera í gildi, ef sýslunefnd skyldi í tilefni af
styrk þeim, sem á síðustu fjárlögum er veittur til sýslubókasafna, gera ráð-
stafanir til þess að stofna sýslubókasafn.
b. Fundurinn ályktar að þiggja þær 50 kr., er sýslunefndin veitti bókasafn-
inu 1902, og verja þeim til bókbands.
Það hafði m. ö. o. gerzt, að Pétur Jónsson, sem kosinn hafði
verið þingmaður Suður-Þingeyinga 1894 og átti um þessar mundir
sæti í fjárlaganefnd neðri deildar Alþingis, hafði átt hlut að því, að
upp var tekinn á fjárlög styrkur til sýslubókasafna. Vonin tnn slíkan
styrk gerði róðurinn léttari í sýslunefnd, og frá aðalfundi sýslu-
nefndar Suður-Þingeyjarsýslu 1904 segir svo í fundargerð:
Rætt um stofnun sýslubókasafns og kosin þriggja manna nefnd til að íhuga
það mál og leggja fyrir næsta fund sýslunefndarinnar ákveðnar tillögur um
stofnun, fyrirkomulag og rekstur safnsins, svo og áætlun um árlegan kostnað.
í nefndina voru kosnir: Árni prófastur Jónsson á Skútustöðum, Benedikt
prestur Kristjánsson á Grenjaðarstað og Steingrímur sýslumaður Jónsson á
Húsavík.13
Á næsta aðalfundi sýslunefndar 1905 lágu svo tillögur þessarar
nefndar fyrir, og var þá samþykkt að stofna sýslubókasafn á Húsa-
vík, og var gert ráð fyrir 240 kr. kostnaði við starfsemi fyrsta árs-
ins.14
Bækur Ófeigs í Skörðum og félaga runnu til safnsins og voru flutt-
ar út í Húsavík, og Benedikt Jónsson var ráðinn bókavörður þess.