Skírnir - 01.01.1970, Page 90
88 SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON SKÍRNIR
Þax með var lokið merkilegu hlutverki bókakaupafélags Ófeigs í
Skörðum og félaga.
XII
Þegar meta skal áhrifagildi bókakaupa 0. S. & F. er á margt að
líta, og þeim þætti verða ekki gerð nein fullnaðarskil í þessari rit-
smíð, aðeins drepið á fáein atriði.
Raunar hygg ég, að það fyrirbæri, sem þingeyskt mannlíf var
fyrir og um síðustu aldamót, verði hvorki skilið né skýrt án þess að
hafa í huga, að bækur Ófeigs í Skörðum og félaga voru til í hérað-
inu og lesnar af þeim mönnum, er þar höfðu mest áhrif, og þeir
höfðu áhrif vegna þess, að þeir höfðu lesið þessar bækur.
Þessir menn bjuggu ekki við þröngan sjónhring fátækra erfiðis-
manna í afskekktu héraði. Þeir áttu þess kost í nokkrum mæli vetur
hvern að samneyta í prentuðu máli helztu snillingum evrópskra sam-
tímabókmennta og heyj a sér hugmyndir úr verkum manna, sem hvað
róttækastar skoðanir boðuðu á þessum tíma í trúmálum, félagsleg-
um efnum og öllu lífsviðhorfi.
Eins og bókalistarnir að framan sýna, ber hæst í lestrarefni félags-
manna ýmsa höfunda raunsæisstefnunnar. Hér varð þó ekki um
neina stöðnun í natúralisma að ræða. Það sést, ef Bókasafn Suður-
Þingeyinga er skoðað, að næstu höfundakynslóðir á eftir fengu
þar sitt rúm. Svo vel tömdu sumir félagsmenn sér hinn opna og gagn-
rýna hug Brandesar og fylgismanna hans og andstöðu við alla valds-
trú, að þeir snerust gegn meistaranum sjálfum, þegar þeir heyrðu
hann. Þingeyskur bóndi, Jón Jónsson frá Gautlöndum, var í Kaup-
mannahöfn veturinn 1907. Hann fór og hlustaði á fyrirlestur hjá
Brandesi, sem þá var heimsþekktur áhrifamaður í evrópskum bók-
menntum. Jón var þó ekki þangað kominn til að falla á kné frammi
fyrir neinu goði. Hann skrifaði Benedikt frá Auðnum 5. des. 1907:
Eg heyrði G. Brandes tala nýl. um Voltaire og Rousseau; voru mér það
vonbrigði; eg skildi heldur ekki allt, sem hann sagði. - Sennil. er karlinn
nú að tapa sér verulega.
Svo gagnrýnin afstaða hefði a. m. k. verið Brandesi ungum að
skapi. Það er sami ferski, skapandi uppreisnarhugur gegn öllum
valdstáknum og hefðbundnum venjum og einkenndi fyrstu Brandes-