Skírnir - 01.01.1970, Blaðsíða 91
SKÍRNIR
ÓFEIGUR í SKÖRÐUM
89
arkynslóð rithöfunda á Norðurlöndum, sem setur svip sinn á Ófeig
í Skörðum og félaga.
I íslenzkri bókmenntasögu verður þetta félag merkast fyrir þá
sök, að bækur þess urðu skáldum í Þingeyjarsýslu opinn gluggi til
evrópskra samtímabókmennta. Það væri sjálfsagt of mikið sagt að
staðhæfa, að sum þeirra hefðu ekki orðið skáld án félagsins, en þau
hefðu áreiðanlega orðið öðruvisi skáld án þess. Þegar Ofan úr sveit-
um eftir Þorgils gjallanda kom út 1892, mátu sumir honum til for-
dildar, að hann lét persónur sínar ræða erlendar bækur í einni sög-
unni. Hvað sem hefur legið að baki þessu minni í verkinu, gat hér
verið um að ræða rauntrúa lýsing þess mannlífs, sem hann þekkti
úr nágrenni sínu. Þótt hvorki Jón Stefánsson né Guðmundur Frið-
jónsson væru til lengdar meðlimir í bókafélagi 0. S. & F., ber að
gæta þess, að bækur félagsins koinu að Litluströnd til Steinþórs
Björnssonar og að Sandi til Sigurjóns Friðjónssonar. Þegar Upp
við fossa Þorgils gjallanda kom út 1902 með raunsæilegri ástarlýs-
ingum en áður höfðu sézt í íslenzkri skáldsögu og Ólöf í Ási Guð-
mundar Friðjónssonar 1907, sem var metnaðarfyllri tilraun til sál-
fræðilegrar kvenlýsingar en áður hafði verið gerð í íslenzkri skáld-
sögu, getur verið nokkur skýring þess fyrirbæris, að þingeyskir
bændur stóðu að þessum verkum, að í bókafélagið höfðu komið
bækur Amalie Skram, J. P. Jacobsens og annarra evrópskra höfunda,
er krufið höfðu svipuð vandamál í verkum sínum.
í sögum sínum voru Þorgils gjallandi og Guðmundur Friðjóns-
son þiggjendur áhrifa frá evrópskum samtímaskáldum raunsæis-
stefnunnar, en verk höfunda sýmbólisma og nýrómantíkur bárust
einnig norður þangað. Undir þeim merkjum komu skáld eins og
Unnur dóttir Benedikts á Auðnum, skáldkonan Hulda, og Sigurjón
Friðjónsson. Þótt Jóhann Sigurjónsson færi ungur að heiman, ólst
hann upp þar nyrðra í því menningarumhverfi, sem Ófeigur í Skörð-
um og félagar skópu í héraðinu, og lengi býr að fyrstu gerð. Enn
mætti nefna Jón Þorsteinsson og Sigurð Jónsson á Arnarvatni og
Indriða Þorkelsson á Fjalli. Enginn þeirra mun hafa verið ósnortinn
af menningaráhrifum bókafélags 0. S. & F.
Það voru þó ekki aðeins rithöfundarnir og skáldin, sem urðu fyrir
áhrifum af bókum Ófeigs í Skörðum og félaga. Hitt er e. t. v. ekki
síður merkilegt, hvern almennan, andlegan jarðveg þær bjuggu