Skírnir - 01.01.1970, Side 92
90 SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON SKÍRNIR
sýslubúum. Mér er til efs, að þær lífsskoðanir og viðhorf, sem á
Norðurlöndum eru oft kennd við Georg Brandes, hafi nokkurs stað-
ar á íslandi haft jafnvíðtæk áhrif og í Þingeyjarsýslu. Þegar raun-
sæisstefnan birtist í bókmenntum Evrópu, var það hvorki í fyrsta
né síðasta sinn hér eða annars staðar, að ný bókmenntastefna væri
talin hættuleg ráðandi þjóðskipulagi og lífsgildum. Höfundamir
voru taldir siðlausir. Þá dóma má sjá (m. a. í bréfum) bæði um
Upp við fossa og Ólöfu í Ási.
Raunsæishöfundar voru margir illræmdir fyrir andstöðu við
kristna kirkju sem stofnun og presta hennar sem stétt. Þó var einmitt
mörgum þessara manna kristin trú sín mikið alvörumál. Enn höfðu
þeir ekki numið þau orð, sem Nietzsche slöngvaði yfir heiminn, að
guð er dauður. Þorgils gj allandi er sennilega einhver mestur presta-
hatari íslenzkra höfunda í sögum sínum.
Það er fróðlegt að athuga, hver afstaða félagsmanna í 0. S. & F.
var til trúarbragða. í manntölum þeim, er tekin voru 1890 og 1901
er sérstakur dálkur með upplýsingum um trúarbrögð. Þessar heim-
ildir gefa þó auðvitað takmarkaðar upplýsingar um svo persónuleg
efni, sem trú mun vera fólki. Hin venjulega táknun í þessum mann-
tölum er „lúterskur“, „lúterstrúar“, „lúters-“ eða „í þjóðkirkjunni“.
I sumum tilvikum voru prestar skrásetjarar, og þeir munu vart
hafa talið trúarbrögð manna afbrigðileg að nauðsynjalausu.
Má j afnvel hugsa sér, að sóknarbörnin hafi hikað, áður en þau fyrir-
skipuðu sálusorgara sínum að skrá annað í trúarbragðadálk en það,
sem samrýmdist góðum siðum. Ég hygg því óhætt að treysta því, að
þegar manntölin telja trú manna afbrigðilega, sé að baki ósk og
skoðun viðkomandi manns. Þess skal þó getið, að Benedikt á
Auðnum og Jón Stefánsson á Litluströnd voru báðir skrásetjarar á
nokkru svæði við bæði manntölin, og einmitt á þeim svæðum verður
meir vart við „trúleysi“ en annars staðar í héraðinu.
Af hinum 48 meðlimum bókafélags 0. S. & F. voru 6 erlendis í
annað skiptið, 1890 eða 1901, sem áðurnefnd manntöl voru tekin.
Þeir eru allir skráðir lútherskir eða í þjóðkirkjunni í hitt skiptið.
Einn mann hef ég hvorki fundið á manntali 1890 eða 1901. Af hin-
um 41, sem fundnir verða í báðum manntölunum, telja eftirfarandi
menn sig hafa aðra trú en hina hefðbundnu lúthersku þj óðkirkj utrú
við manntalið 1890: