Skírnir - 01.01.1970, Qupperneq 93
SKIRNIR
ÓFEIGUR í SKÖRÐUM
91
Ásgeir Blöndal, Húsavík, fríþenkjari,
Benedikt Jónsson, Auðnum, engin,
Pétur Jónsson, Gautlöndum, fríþenkjari,
Steinþór Björnsson, Helluvaði, „gaf ekkert í ljós um trú sína“.
Þrír hinir fyrst nefndu töldu sig hins vegar lútherstrúar eða í
þjóðkirkjunni við manntalið 1901. Hér eru tveir aðalmenn bókafé-
lagsins í uppreisnarhug gegn kirkju og trúarbrögðum við stofnun
félagsins, en virðast hafa dofnað í þeim áhuga næstu tíu árin. Meðal
hinna óbreyttu liðsmanna varð þróunin önnur, að hve miklu leyti
sem bókakostur félagsins hefur stuðlað að henni. Við manntalið
1901 töldu eftirtaldir menn trúarbrögð sín önnur en hin venjulegu
lúthersku eða í þjóðkirkju:
Hólmgeir Þorsteinsson, Vallakoti, teisme,
Jón Jónsson, frá Þverá, engin trúarbrögS,
Sigtryggur Kristjánsson, Kasthvammi, fríþenkjari þjóðkiirkju],
Sigurður Sigfússon, Halldórsstöðum, guðstrúar,
Sigurjón Friðjónsson, Sandi, utan k[irkju]fél[ags],
Steinþór Björnsson, Litluströnd, teist.
Af 41 félagsmanni, sem athugaðir verða við bæði manntölin, eru
því 10, sem opinberlega sýna uppreisnarhug gegn viðteknum trúar-
venjum einhvern tíma á því tímabili, sem bókafélagið starfaði. Þess
skal getið, að trúarbrögð eiginkvenna og barna þessara manna eru
skráð með hinu venjubundna orðalagi, nema öll fjölskylda Sigur-
jóns Friðjónssonar telst utan kirkjufélags 1901, og fjölskyldur Sig-
tryggs Kristjánssonar og Hólmgeirs Þorsteinssonar teljast hafa sömu
trú og þeir.
Þetta segir þó ekki söguna alla og sennilega minnst af henni. Hinn
eini úr hópnum, sem ég hef hvorki fundið í manntali 1890 né 1901,
er Jóhannes Sigurðsson frá Hólum í Laxárdal. í bréfum hans til
Benedikts Jónssonar eru varðveittar staðgóðar heimildir um trúar-
efasemdir hans og kirkj uandstöðu. Hann fór til Ameríku og skrif-
aði Benedikt frá West Duluth 7. ágúst 1893:
Þessvegna snerti það viðkvæman streng hjá mér, það sem þú sagðir í
bréfinu um hinar nýju andastefnur. Eg fæ ekki betur séð en að grundvöllur
hins gamla sé á reiðiskjálfi, og hinar nýju andastefnur jafnvel hóta honum al-
gjörðu falli. Eg hugsa oft um það, er ég áleit kirkjuna vera tjaldbúð sannleik-
ans, hversu ég var þá blindur, hversu ég sá þá skammt, því nú finnst mér hún