Skírnir - 01.01.1970, Page 94
92
SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON
SKÍRNIR
aðeins yera skjaldborg hindurvitna og fáfræði, og prestarnir eru hermenn þeir,
er passa, að skjaldborg þessi sé ekki rofin, passa að láta þar enga skímu kom-
ast inn af ljósi hinnar nýrri menntunar.
Jóhannes kom síðan heim og var samtímis Þorsteini Erlingssyni
á Seyóisfirði. Þótti honum trúarlegur og þjóðfélagslegur byltingar-
hugur Þorsteins hafa dofnað frá Kaupmannahafnarárunum og segir
í bréfi til Benedikts 24. apríl 1898:
Þegar ég tala við hann er hann óðara kominn út í skáldskap. Eitt sinn varð
fyrir honum sálmabók frá 1740,1 sem gefin var út af einhverjum góðum guðs-
mönnum. Þá fer hann óðara að lesa í henni og eigi hættir hann, fyrr en
hann er búinn að lesa meiri part bókarinnar upphátt fyrir mér, dást að því,
sem honum þótti skáldlegt og gott, en bölva hinu. Þegar ég kvaddi hann, verður
honum vísa á munni:
Jóhannes með harðan haus
hugsar lítt um trúna,
samt fer hann ei sálmalaus
í sína hvílu núna.
Var þá komið langt fram á nótt. Svona hef ég oft setið hjá honum, við alla er
hann jafnglaður og ljúfmannlegur. Sjaldan hef ég minnzt á sósíalism við hann,
en eitt sinn var ég eitthvað að álasa Einari Benediktssyni fyrir að snúast svo
þveröfugt við sósíalism þeirri [svo], er kemur fram í kaupfélagsskapnum, og
virtist mér hann heldur vilja verja Einar, með því að hér væri eigi við neinn
auð að berjast eða auðvald. Af því dreg ég þá ályktun, að þeim fari báðum
eins Einari og Þorsteini. Meðan þeir eru í Höfn, lifa þeir sig inn í þá hörðu
baráttu, sem þar er háð við auðvald og aðal. Þegar hingað kemur, er logn á
öllu, enginn mismunur á ríkum og fátækum í líking við það þar, þessvegna er
eins og fyrirkomulagið hér slái vopnin úr höndum þeirra, og það er eins og
þeir skilji ekki, að hér er einmitt hægt að gjöra það í „pracsis", sem þá
dreymir um annars staðar ...2
Meðal þeirra, sem taldir eru lútherskir í háðum manntölunum, er
Jóhannes Þorkelsson á Syðrafjalli. Um kirkjuandstöðu hans eru
þó varðveittar heimildir í bréfum hans til Benedikts Jónssonar, og
hann ritaði snarpa ádeilugrein á presta og kirkju, Kirkj ufélagið og
þjóðfélagið, í Stefni á Akureyri 12. og 24. jan. og 7. febr. 1895.3
Annar, sem talinn er lútherskur í báðum manntölunum er Jón
Jónsson í Múla. Þótt hann byggi þar í grannskap við sóknarprest
sinn, séra Benedikt Kristj ánsson, virðist eitthvað hafa skort á kristna
sannfæring hans, ef marka má orð Sigurðar í Yztafelli í bréfi til
Benedikts Jónssonar 18. des. 1895: