Skírnir - 01.01.1970, Page 95
SKÍRNIR
ÓFEIGUR í SKÖRÐUM
93
Ég get samt eigi horfið svo að hinu praktiskara efni bréfsins, að ég eigi
minnist á setningu, sem Jón í Múla sagði um daginn og sem ég ætla mér að
láta hann verja betur síðan: „Guðstrúarmaðurinn hefur, að öllu öðru jöfnu,
færri skilyrði fyrir því að vera vandaður maðtujr en hinn, sem afneitar guði.“
Hér er ég hræddur um, að sé „Misvisning“ hjá mínum elskulega frænda.
Benedikt svaraði þessu bréfi Sigurðar svo:
Eg held, að þú leggir of mikið í orð Jóns í Múla um daginn. Hann hafði
alveg rétt fyrir sér að öðru leyti en því, að hann nefndi „guðsafneitara". En
hann hlaut - eftir sambandi orða hans og hugsana - að meina móralskan
mann; inann, sem gæfi sig fanginn undir móralskt princíp, sem er alveg sama
sem að hafa guðtrú, aðeins ekki persónulega, heldur það, sem Emerson
kallar „yfirpersónulegan“ guð, en Max Miiller hið móralska princíp í alheim-
inum.. .4
Þegar þess er gætt, að með trúarefasemdarmönnum og kirkjuand-
stæðingum voru í bókafélaginu lengri og skemmri tíma sjö sóknar-
prestar, má sjá,hversu ólíkar skoðanir á svo kjarnlægum og persónu-
legum efnum félagsmenn höfðu. Hér voru á ferð óvenjumargir
menn, er virðast hafa haft til að bera þá siðmenntun að geta verið
málefnalega ólíkra skoðana án þess, að það ylli þeim persónulegum
ágreiningi, er hindraði þá að vinna sameiginlega að markmiðum,
sem þeir töldu miklu varða. I þessu lá styrkur þeirra samfara því
opna hugarfari gagnvart nýjum og breytingagj örnum hugmyndum,
sem bókafélagið er vottur um.
Svipaða fjölbreytni má einnig sjá, að því er varðar pólitískar
hugmyndir þeirra. Þótt oddvitar félagsins allir væru baráttumenn
kaupfélagsins, voru þeir óhræddir að blanda geði við kaupmenn, og
undir lokin er Benedikt j afnvel bjartsýnn um, að takast megi að gera
sjálfan faktor 0rums & Wulffs og svo bókhaldarann að sósíalistum.
Á starfstíma bókafélagsins verður flokkaskipting í íslenzkum stj órn-
málum. Upp koma Valtýingar og Heimastjórnarmenn. Félagsmenn
flestir fylgdu Heimastjórnarflokknum, og tveir úr forystusveitinni,
Jón í Múla og Pétur á Gautlöndum, voru þingmenn þess flokks.
Aðrir fundust í félaginu, sem á þessu skeiði virðast hafa haft stjórn-
málaskoðanir, sem ekki voru tengdar flokkadeilum um samband
Dana og Islendinga, heldur minna á þá flokkaskiptingu, sem upp
kom síðar á íslandi.
Skemmtileg heimild um hið pólitíska andrúmsloft í Suður-Þing-