Skírnir - 01.01.1970, Side 96
94 SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON SKÍRNIR
eyjarsýslu á þessum árum er varðveitt í bréfi, sem Einar Benedikts-
son skáld skrifaði á Héðinshöfða 13. febr. 1894 til Péturs á Gaut-
löndmn. Hann lýkur bréfinu á þessum orðum:
Oft er ég að hugsa um það, hvort mér ekki geti auðnazt að lifa það, að
socialismus sigri einhvers staðar. Sra B. á Grenjaðarstað segir - Anno 20.000.
Ég trúi ekki á hans randaglósur. - Nær mun annar eldsær rísa.
Ekki verður annað ráðið af bréfum Benedikts á Auðnum, þeim
sem ég hef séð, en hann hafi um aldamótin verið fullfleygur sósíal-
isti og haldið þeim skoðunum ótæpt að félögum sínum. Þótt hann
sæi margar hugsjónir sínar rætast og málefni sín sigra heima í
héraði á þeim árum, sem bókafélagið starfaði, fannst honum hægt
ganga að ná hinu endanlega marki um hamingjusamt samfélag jafn-
aðar og réttlætis.
Þegar 0. S. & F. var stofnað, háðu forystumenn þess baráttu um
líf og dauða verzlunarsamtaka sinna. í upphafi áttu þeir ójafnan
leik í andstöðu við sýslumann og faktor. Við lok þess skeiðs, er hér
um ræðir, höfðu þeir unnið fullan sigur á þeim vettvangi. En féllu
þá hugsjónirnar í fölskva, er því marki var náð? Var þetta aðeins
samkeppni um vörur og fé? Ári síðar en Gjörðabók Ofeigs í Skörð-
um og félaga lýkur skrifaði Benedikt vini sínum, Sigurði í Yzta-
felli, 6. febr. 1903:
Nú skil ég hvert orð í bréfi þínu, og nú er ég með af öllum hug, því í því
er ekki ein einasta hugsun, sem ekki hefir lagt mig í einelti og ofsókt mig á
seinustu árum. Og verst er, að gagnvart þessum hugsunum hefi ég ekki hreina
eða góða samvizku. Mér er löngu ljóst, að við erum ónýtir verðir þeirra hug-
sjóna, sem lengi hafa fyrir okkur vakað, og að við slökum og hrökklumst
meira og meira undan straumnum. Áður vörðum við félag okkar með Ofeigi,
sem hafði mikil áhrif, og sóktum út á við með tímariti kaupfélaganna; reynd-
um að sá frækornum í akur þjóðfélagsins. Nú horfum við höggdofa á, að
þessum frækornum er traðkað, að þau eru étin af vörgum. Við þegjum og
hrökklumst undan. En óvinurinn er ekki aðgerðarlaus. Yfir þjóðina ríður nú
sterk individualistisk alda. Alls staðar tranar sér fram þetta uppblásna, and-
styggilega ég, sem krefst alls fyrir sig, en neitar öðrum um allt. Sjálfsfórnar-
hneigður félagsandi fer þverrandi og með honum allar þjóðlegar dygðir. Inn
í landið streyma imperíalistisk áhrif og stefnur. Hinn argasti commercialismus
(nýtt enskt huggrip, sem þýðir sig sjálft) er að hreiðra sig hjá okkur, flúinn
hingað undan hinum nýju félagslegu hreyfingum (cooperation, sósíalismus)
meðal annarra þjóða til þess hér á hala veraldar að framdraga snýkjudýralíf