Skírnir - 01.01.1970, Page 97
SKÍRNIR
ÓFEIGUR í SKÖRÐUM
95
sitt á okkur í næSi fyrir nýjum hugsjónum. Og blaSaskrumaramir hrópa
hósíanna! Vér emm aS evrópíserast! En viS Þingeyingar o, fl. þorum ekki aS
játa fyrir sjálfum okkur, hvaS þá þjóSinni, aS yiS séum sósíalistar, viS þomm
ekki aS sýna lit, ekki aS hefja merkiS. Og eftir hverju er þó aS bíSa. Ekki
gerir næsta kynslóS þaS, hún er ekki ísbrjótaleg. Og alltaf fer verr og verr.
ViS stefnum óSfluga út í kosmópólitískt konkúrranse anarki, og hvaS verSur
þá úr okkur sem þjóS? - Ef viS þyrSum aS sýna lit, þá myndi þjóSin ekki
standa ráSalaus yfir aS hnoSa saman skiljanlegu pólitísku prógrammi.
Benedikt á Auðnum hefur verið meðal þeirra sjaldgæfu og ham-
ingjusömu manna, sem haldnir eru eilífri óró. Einn sigur býður
nýrri haráttu heim, og baráttan í héraðinu var ekki háð um verzlun
og fjármuni, miklu fremur um lífsviðhorf.
Þegar Ameríka hafði freistað hans ungs með ótæmandi mögu-
leikum þess að hjálpa sér sjálfur, sá hann nú siðleysið eitt, þar sem
fór uppblásið ég, sem krefst alls fyrir sig. Benedikt trúði því, að
mannleg samábyrgð væri undirstaða hamingjusams lífs þeirrar póli-
tísku félagsveru, sem maðurinn er. Til að stuðla að því lífi var
stofnað bókafélagið, sem hér hefur verið um rætt.
HEIMILDASKRÁ
I Oprentaðar heimildir
1) I Landsbókasafni, Reykjavík.
Lbs. 100-101, fol.
Lbs. 689, fol.
Lbs. 1108, 4to.
Lbs. 1882,4to.
J. S. 545,4to.
Óskrásett bréf til Benedikts Jónssonar á AuSnum. Bréfritarar eru eftirtaldir
menn: Albert Jónsson á Stóruvöllum, Finnur Jónsson prófessor í Khöfn,
Jóhannes SigurSsson frá Hólum, Jóhannes Þorkelsson á SySrafjalli, Jón
Halldórsson frá BirningsstöSum, Jón Jónsson frá Gautlöndum, Jón Jónsson í
Múla, Jón Stefánsson á Litluströnd, Kristján Jónasarson umferSarsali,
Magnús Þórarinsson á HalldórsstöSum, Páll Árdal skáld, Pétur Jónsson á
Gautlöndum, Sigfús Magnússon frá GrenjaSarstaS, Sigurður Jónsson á Gaut-
löndum, SigurSur Jónsson í Yztafelli.
2) I Þjóðskjalasafni, Reykjavík.
Kirkjubækur úr Suður-Þingeyjarsýslu og víðar.
Norður og austur amts ráð. Amtsráðsdagbók I, nr. 589.
Þingeyjarsýsla. Dómsmálabók fyrir Þingeyjarsýslu 1890-97.
— Dóma- og þingbók 1892-1894.