Skírnir - 01.01.1970, Qupperneq 103
SKÍRNIR
ÓFEIGUR í SKÖRÐUM
99
um hans, hefur enn eigi verið skrásett og hlotið númer í handritasafni
safnsins, en gefendurnir, Jón og Sigríður Bjarklind, og svo landsbókavörð-
ur, dr. Finnbogi Guðmundsson, hafa leyft mér afnot bréfanna.
í hréfi til Benedikts, dags. 16. nóv. 1871, segir SigurSur Jónsson:
„Þú segir mér, að nú sé ráðið, að Sigfús fari til Ameríku, það líkar mér
að heyra, ég er einlægt að verða meira og meir skotinn í Ameríku, eftir því
sem eg heyri fleira frá henni, og vildi nú gjarnan vera í hóp þeirra, sem
fyrst fara þangað, en það er margt, sem bannar, að það geti látiÖ sig
gjöra."
Enn segir Sigurður í bréfi 11. maí 1873:
„ ... Býst eg við við [svo] að verða við verzlun þar eystra í sumar, af því
getur þú séð, að við munum ekki sjást svo fljótlega, og allra sízt, ef þú
brestur til Ameríku það fyrsta. Þú lætur mikið af útvöndrunar hug manna,
lízt mér ekki vel á það, einkum fyrir þá, sem ætla til Brasilíu ... /-/
Eg hefi einu sinni átt langa samræðu við frú Hildi Jónsen um Ameríku-
ferðir, og sagði hún mér þá frá, að þú myndir hafa í hyggju að fara, hún
er mjög mótfallin, að íslendingar fari að hrjótast af landi brott, og eftir því,
sem mér skildist, mun hún ráða þér frá að fara ...“
Loks segir Sigurður í bréfi 7. des. 1873:
„Það eru einhver óttaleg heilaköst í þér núna; eftir því sem mér skilst í
bréfi þínu, þykir þér allt orðið óbrúkandi á voru landi íslandi, er þetta
virkilega alvara þín? Ef svo er, þá er það allra mesta vitleysa, því þótt
harðýðgi náttúrunnar sé hér fjarskaleg á stundum, þá er okkur launað það
á milli ...“
II
1 I þessari ritsmíð verður notuð skammstöfunin 0. S. & F., svo sem gert er
nær undantekningarlaust í þeim heimildum, sem frá Benedikt Jónssyni eru
komnar og hér er einkum stuðzt við, t. a m. Gjörðabók og ritgerð Benedikts,
Bókasafn S-Þingeyinga. Frá þeirri gerð skammstöfunarinnar mun það og
runnið, hvemig almenningur las úr henni, sbr. Sigurjónsson, 1945, 56. Bróð-
ir Benedikts, Snorri Jónsson (á Ondólfsstöðum og Þverá), notar hins veg-
ar oftast skammstöfunina Ó. S. & F. í Dagbók sinni, sbr. Sigurðsson, 1965,
160 o. áfr.
IH
1 Um deilur Þingeyinga við Pétur Hafstein sjá m. a.: Jóhannesson, 1955, 364—
424. Sigurjónsson, 1959, 1-84.
2 Sjá Sigurjónsson, 1944, passim. Sbr. Jóhannesson, 1955, 65, 109, 120-145.
Sbr. og Sigurjónsson, 1959, 137 o. áfr.
3 Pétur Jónsson á Gautlöndum segir í Tímariti fyrir kaupfjelög og samvinnu-
fjelög, I. ár, 63. bls.:
„K. Þ. hóf starf sitt sem samvinnufélag. Ég er viss um, að ekkert félag