Skírnir - 01.01.1970, Blaðsíða 110
106
SVEINN SKORRI HOSKULDSSON
SKÍRNIR
um síðustu aldamót hjá Hafliða Bjarnasyni prentara, er kvað sig hafa
fengið hana hjá Einari Benediktssyni skáldi, en Hafliði var yfirprentari í
Dagskrárprentsmiðjunni 1896. Bókin her þess og glöggar menjar að hafa
verið í fórum Einars, því að með hendi hans er víða skrifað út á blaðrend-
ur uppkast að þýðingu. Þetta eintak hefur m. ö. o. legið til grundvallar ein-
hverju vinnustigi þýðingar Einars á Pétri Gaut.
Einar mun fyrst alvarlega hafa sinnt þýðingu þessa verks veturinn 1888-
89. Hinn 18. nóv. 1889 skrifar hann séra Þorleifi Jónssyni á Skinnastað:
„Viltu nú gjöra mér greiða? Hann er sá að láta mig með línu vita, hvort
þú getur frá sjálfum þér eða öðrum útvegað mér eitthvað af þeim bókum,
sem hér skal greina:
Klausturpóstur, 1.-9. ár. Sagnablöðin, 1.-10. deild. Sturlunga. Ævisögu
Alb. Thorvaldsens með mynd. Fjölnir, 1.-9. ár. Húnvetningur, 1. ár. Norð-
lingur. Iðunn, Akureyri, 1. ár. -
Sé svo, þá hvað og fyrir hvert verð. - Þó það sé ekki nema eitthvað eitt
af því, verður það þakksamlega meðtekið, en kærast væri mér, að andvirðið
mætti gjaldast í einhverjum bókum, sem þú tiltækir. Peer Gynt máttu lesa
í næði. — Fyrirgefðu laconismen.14 [Þau þrjú bréf Einars til Þorleifs, sem
hér verður til vísað, eru öll varðveitt í Lbs. 1882, 4to].
Ef það eintak, sem Einar léði Þorleifi 1889, er hið sama og hér um ræðir,
má gera ráð fyrir, að hann hafi keypt það í Kaupmannahöfn 1886-87. Hann
hefði síðan fengið það úr láninu og selt 0. S. & F. það 1890 fyrir kr. 2,25,
áður en hann hvarf utan þá um haustið til að ljúka námi. Einar kom aftur
heim 1892 og varð þá aðstoðarmaður föður síns og settur sýslumaður í
Þingeyjarsýslu um skeið. Þá varð hann félagi í bókafélagi 0. S. & F., eins
og rakið hefur verið. Á þessum tíma tók hann aftur til við þýðinguna. I
bréfi 3. nóv. 1893 bað hann séra Þorleif á Skinnastað að lána sér tvær orða-
hækur og Pétri á Gautlöndum skrifaði hann 13. febr. 1894:
„... Seint gengur mér með nafna þinn „Pétur Gaut“. Ég tók mér %s-
mánaðar túr inn á Húsavík til þess að þýða hann þar, utan skrifstofu, en
allt lenti í spilum og leti. Nú sit ég hér enn og aftur, og óþýddur er Pétur.“
[Bréfið er í skjalasafni Kaupfélags Þingeyinga, fengið um hendur Kristjáns
Karlssonar. Sbr. Þorsteinsson, 1952, 556-57].
Mér þykir sennilegt, að Einar hafi einmitt fengið léð eintak 0. S. & F. af
Peer Gynt, þegar þessi þýðingarskorpa stóð yfir, og bókin svo að líkindum
fylgt honum úr héraði.
En keyptu Ófeigur í Skörðum og félagar eintak sitt 1890-91 af Einari
Benediktssyni? Fyrir því hef ég enga heimild fundið, og raunar enga
heimild fyrir því, hvar bókin var keypt. Hins vegar keypti félagið bækur
sínar yfirleitt beint frá Kaupmannahöfn.
Vorið 1896 var Einar Benediktsson aftur staddur norður á Héðinshöfða
og skrifaði þá séra Þorleifi 1. apríl í bréfi, þar sem hann bað prest að
duga vel blaði sínu Dagskrá:
„Eg vil einnig um leið minnast þess, að einhverjar óklárar sakir munu