Skírnir - 01.01.1970, Side 111
SKÍRNIR
ÓFEIGUR í SKÖRÐUM
107
vera railli okkar út a£ bókaverzlun eða einhverju þess háttar, stafandi frá
þeim tíma, er við áttum báðir heima í sama lögsagnarumdæmi. - Sendu
mér línu um þetta með næsta pósti og skal ég þá um hæl saldera þann
reikning."
Mér virðist nærtækari skýring, að Einar hafi glatað því eintaki, sem hann
léði Þorleifi 1889, hvort sem það gekk sem eins konar borgun upp í bóka-
og tímaritapöntunina þá. Þegar hann tók svo til við þýðing sína 1893-94,
mætti hugsa sér, að hann hafi a. m. k. ekki haft við höndina útgáfuna 1886
og því fengið léð eintak 0. S. & F., sem þeir höfðu keypt 1890-91.
Hvort sem eintakið í Háskólabókasafni er upphaflega keypt af Einari
Benediktssyni ungum stúdent og síðan selt O. S. & F. eða, eins og mér
þykir líklegra, keypt beint frá Kaupmannahöfn af félaginu og síðan lánað
Einari, virðist hitt jafnvíst, að texti þessarar bókar hefur um skeið legið
til grundvallar þýðingu skáldsins. Enn kunna að leynast heimildir, er hér
geta leyst af allan vafa.
Þótt bækur eigi sín örlög, eru þær hljóðar um þau. Þegar þessar línur
eru ritaðar, liggur þessi frægasta útlenda útgáfa Peer Gynts í íslenzkri eigu
laus úr kili sínum á borði mínu. Má þar sjá, að innan kjalar hefur aftan
á arkir bókarinnar verið límdur pappír, sem á er prentað: „Stjómartíðindi
B 17. 121 1892“.
Auðvitað er ekki óhugsandi, að bókin hafi hlotið svo göfugan bakstuðn-
ing í dönsku bókbandsverkstæði, þótt líklegra sé, að þar hafi verið að
verki einhver bókbindara Ófeigs í Skörðum og félaga.
Þess skal loks getið í þessu sambandi, að Bskr. 1910 telur Bókasafn S-
Þingeyinga eiga „Per Gynt. Khavn 1882“. Af Peer Gynt kom engin útgáfa
það ár, en þrjár á níunda áratugnum; sú sem hér hefur verið um rætt, og
1885 og 1881. Hvaða bók, sem hér hefur verið á ferðinni, þá er hún nú ekki
lengur til í safninu. Um efni þessarar athugasemdar sjá Þorsteinsson, 1948,
passim. Þorsteinsson, 1952, 550-57. Pálsson, Heimir: „Peer Gynt“ Henriks
Ibsens og „Pétur Gautur“ Einars Benediktssonar, 54.-62. bls.
11 Þessi útgáfa er ekki talin í D.Bft.
12 O. S. & F. keypti bókina af Menntafélagi Mývetninga.
13 I D.Bft. kallast þessi bók Kampen om Retten.
14 Sýslubókasafnið í Húsavík á nú II. og III. bindi þessa verks, sem kom út
í þremur bindum hjá Bibliothek for de tusen hjem 1887, en I. og II. bindi
komu svo út í 2. útg. 1888.
15 Bókin var seld Menntafélagi Mývetninga 1893-94.
16 Skv. Bskr. 1910 átti sýslubókasafnið í Húsavík þá: „Kielland, Alex.: Gar-
man & Worse. Khavn 1883“. Skv. D.Bft. komu tvær fyrstu útgáfur þessar-
ar bókar í Kh. 1880, og skv. bréflegum upplýsingum Universitetsbiblio-
tekets í Ósló kom 3. útg. í Kh. 1882. Skv. D.Bft. kom svo 4. útg. í Kh. 1890.
Af þessu má sjá, að upplýsingar Bskr. 1910 standast ekki, en engin leið er
nú að geta sér til um, hvaða útgáfu 0. S. & F keyptu.
17 Þessi bók er ekki talin í N.Bft.