Skírnir - 01.01.1970, Síða 112
108
SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON
SKÍRNIR
18 Þessar bækur voru seldar Menntafélagi Mývetninga 1893-94. Auk þeirra
telur Gjörðabók, að samtímis hafi því verið seld Trold eftir Jonas Lie. Hins
vegar er hvergi getið um þaS í Gjörðabók, að það verk kæmi í eigu félags-
ins, og virðist þar gloppa í innkaupaskrá, sbr. það, sem segir á 83. bls. Því
má bæta við, að sýslubókasafnið í Húsavík á nú: „Trold. En Tylft Even-
tyr. Af Jonas Lie. Kjpbenhavn 1891“. Ekki er vitað, hvenær hún kom í
eigu safnsins, en hún er þó þegar talin í Bskr. 1910.
19 Titill, útgáfustaður og -ár þessarar bókar eru hér birt skv. D.Bft., með því
að á eintak sýslubókasafnsins í Húsavík vantar nú titilblaðið. Þess er þó
getið til, að 0. S. & F. hafi keypt 1. útg., en hugsanlega hafa 2. og 3. útg.
komið 1895-97, þó að um það séu ei handbær gögn við samning þessarar
greinar.
20 Þessi útgáfa er ekki talin í D.Bft., en hins vegar útgáfa í Kh. 1875.
21 Bókin var seld Menntafélagi Mývetninga 1893-94.
22 0. S. & F. keyptu bókina af Menntafélagi Mývetninga.
23 Þessi útgáfa er ekki talin í D.Bft., en hins vegar útgáfa Kh. 1898.
24 Titill, útgáfustaður og -ár þessarar bókar eru hér birt skv. D.Bft., með því
að á eintak sýslubókasafnsins í Húsavík vantar titilblaðið.
25 í Gjörðabók stendur, að 1890-91 væri keypt Fire fortællinger eftir Zola úr
útgáfunni Bibliothek for de tusen hjem. Skv. N.Bft. kom ekki út bók með
þeim titli eftir Zola á vegum forlagsins frá upphafi þess 1887 fram til 1891.
I Bskr. 1910 er nefnd Tre Fortællinger eftir Zola, talin útgefin Kra. 1801
(þá var Zola raunar ekki fæddur), og í Bskr. 1956 vantar bókina. Ein-
tak safnsins ber glögglega með sér að vera úr eigu 0. S. & F., því að aftan
við það er göngulisti.
26 Titill, útgáfustaður og -ár þessarar bókar eru hér birt skv. D.Bft., með því
að á eintak sýslubókasafnsins í Húsavík vantar titilblaðið.
27 Þessi útgáfa er ekki talin í D.Bft.
28 Þessi útgáfa er ekki talin í D.Bft., en hins vegar útgáfa í Kh. 1867.
29 Þetta tímarit er til í tvítaki í sýslubókasafninu í Húsavík, og hefur Oddur
Bjömsson gefið annað eintakið.
X
1 Þess má geta, að meðal bréfa Péturs Jónssonar á Gautlöndum til Stein-
gríms Jónssonar sýslumanns er varðveittur laus seðill með hendi Benedikts
á Auðnum, þar sem rituð er bókapöntun, er kom 1895-96. Þar er m. a. „Ola
Hansson: Tolke og Seere“, en sú bók virðist ekki hafa komið til félagsins.
XI
1 Þess má geta, að Steingrímur annaðist einnig bókakaup fyrir Menntafé-
lag Mývetninga; einkaaSilja, eins og t. a. m. sr. Árna Jónsson á Skútustöð-
um, og sennilega eitthvað fyrir lestrarfélagið í Mývatnssveit.
2 Sjá 84. bls.
3 Sjá NorðurljósiS, 2. ár, 2. bl„ 19. febr. 1887. Sbr. Sigurðsson, 1965, 153.—54.