Skírnir - 01.01.1970, Page 115
SELMAJÓNSDÓTTIR
Biskupsmynd í Arnarbælisbók
í Jónsbókarhandritinu AM 135 4to, Arnarbælisbók, er við
upphaf kristinréttar, fol. 148v, mynd af biskupi í fullum skrúða.
Hann situr í hásæti á mjúkri, langri, köflóttri sessu með bagal í
vinstri hendi, en blessar með þeirri hægri. Yfir hásætinu hvelfist
þríbrotinn bogi, sem borinn er uppi af súlum. Ná súlurnar upp fyrir
bogann og enda báðum megin í þrístrendu turnlíki með húnum efst.
Er því líkast sem turnarnir og efri hluti myndarinnar hafi verið
skornir út úr stærri byggingarheild og hér hafi aðeins orðið eftir
nokkur hluti hennar. Þetta virðist listamaðurinn hafa gert til að
leggja áherzlu á mikilvægi þeirrar persónu, sem í hásætinu situr.
En í hásætinu situr enginn venjulegur veraldlegur biskup, heldur
helgur maður með geislabaug um höfuðið.
Myndinni er komið fyrir hægra megin á vinstri síðu. Efsta lína
lesmálsins vinstra megin nær upp fyrir húnana efst á súlunum, en
að neðan nær lesmálið niður á móts við mitt hásætið. Sökkull há-
sætisins er byggður upp af fjórum lágum þrepum og er það neðsta
stærst, síðan taka við hliðarbríkur hásætisins með þungum þykk-
um fótum og er hægri bríkin öll viðameiri. Sætisfjöl hásætisins sýn-
ist einnig vera þykkari hægra megin. Hér virðist listamaðurinn
vera að draga athygli að því að mynd þessa heilaga biskups eigi
við þann texta, sem komi á næstu síðu, þ. e. kristinrétt hinn nýja.
Margt fleira bendir til að svo sé. Biskupinn snýr sér til hægri og
heldur á baglinum í vinstri hendi, þannig að efsti hluti bagalsins
nær út fyrir súluna. Neðsti hluti bagalsins nemur við neðstu brún
sökkulsins og við vinstra hné biskupsins, hverfur þar undir hand-
línið, en kemur aftur í ljós fyrir aftan það. Er sýnilegt að bagall-
inn er notaður til að beina athygli að lóðréttri uppbyggingu mynd-