Skírnir - 01.01.1970, Page 116
112
SELMA JÓNSDÓTTIR
SKÍRNIR
arinnar, bæði hann og geislabaugurinn eru notaðir til að beina
athyglinni að hægri hreyfingu myndarinnar, því að krókur bagals-
ins rýfur ramma myndarinnar og höfuð biskupsins er ekki sett í
geislabauginn miðjan, heldur til vinstri. Andlit biskupsins snýr til
hægri, svo að það horfir við áhorfanda um það bil að %. Til að
vega á móti þessari sterku hreyfingu til hægri, hangir bandið (bönd-
in) niður úr mítrinu til vinstri, og stór rauður blettur í hægra vanga
biskupsins stuðlar einnig að því að draga úr of miklum þunga til
hægri. Sama máli gegnir um sessuna, sem er mun stærri og fyrir-
ferðarmeiri vinstra megin. Súlan hægra megin nær aðeins niður á
sætisfjölina og opnar þannig leið inn á næstu síSu, en súlan vinstra
megin nær alla leið niður á sökkulinn, og lokar þannig myndinni
meira þeim megin.
Biskupinn er í hvítum messuserk, rauðri dalmatiku og grænum
hökli og er höfuðlínið blátt. MítriS er blátt með grænum rósum
og bandið (böndin) með kögri niður úr blátt. Geislabaugurinn
er rauður, hárið gult. Hásætið er í mörgum litum, má þar nefna
gulan, grænan, rauðan og bláan, og eru sum þrep sökkulsins tvílit
og virðast því í fljótu bragði fleiri og lægri. Súlurnar, boginn og
turnarnir eru aðallega í rauðum og grænum litum með innskoti af
bláu og gulu. Tilraun hefur verið gerð til að mála með ljósi og
skugga og gerir þetta myndina létta, nema geislabauginn, sem er í
þungum dökkrauðum lit, án skugga, og hásætið sem er þungt og
efnismikið; biskupinn situr þar öruggur í sessi og styður biskups-
stafninn fast á gólfflötinn. Efsti hluti bagalsins er mjög skrautleg-
ur, og athyglisverð er rósin, sem er á mörkum stafsins sjálfs og
stafkróksins. RýmiS í kringum efri hluta biskupsins er aftur á móti
mikið og létt, og hátt til lofts. Mun þetta gert til að gefa biskupnum
ójarðneskan blæ, þó aS hann sitji fastur í sessi.
Teikning er nokkur í myndinni, og er hún notuð að nokkru leyti
til að leggja áherzlu á líkamshluta eins og hné, fótleggi og hand-
leggi og einnig klæðafellingar. Andlit biskupsins er lítið og grann-
leitt með alvörusvip.
Jón SigurSsson skrifar ítarlega lýsingu á AM 135 4to í fyrsta
bindi Fornbréfasafnsins1 og tímasetur þaS „á að gizka hérumbil
1380, en NorSmenn hafa haldið hana ritaða nálægt 1350“.2 Með
NorSmönnum mun Jón SigurSsson hafa átt við útgefendur Norges