Skírnir - 01.01.1970, Page 119
SKÍRNIR BISKUPSMYND í ARNARBÆLISBÓK 113
gamle love III, en þar er handritið talið frá miðri 14. öld,3 en
í Norges gamle love IV telur Gustav Storm handritið frá síðari
hluta 14. aldar.4 Sama er að segja um Kr. Kálund og Halldór Her-
mannsson, þeir tímasetja báðir handritið til síðari hluta 14. aldar,
en Jón Helgason til miðrar 14. aldar.
Halldór Hermannsson birtir umrædda biskupsmynd í Icelandic
Illuminated Manuscripts of the Middle Ages og nefnir hana þar
aðeins „A bishop in pontificials11.5 Jón Idelgason birtir aftur á móti
litmynd af henni í Handritaspjalli, þar sem hann kemur með nokkr-
ar hugleiðingar um af hverjum hún eigi að vera. Jón Helgason
segir: „Sá kristinréttur, sem á eftir fer, er stundum kenndur við
Árna biskup Þorláksson (Staða-Árna), og mætti ef til vill gera sér
í hugarlund að þetta ætti að vera mynd af honum, en hitt er þó
eflaust réttara að myndin tákni að nú taki kennimannlegt vald til
máls, en eigi ekki að sýna neinn tiltekinn mann.“° Fjórir þessara
fræðimanna taka það fram að myndin sé framan við kristinrétt
Árna biskups Þorlákssonar (1237-1298).
Árni biskup Þorláksson var aldrei tekinn í heilagra manna tölu
og engin tilraun gerð til þess, t. d. voru bein hans ekki tekin upp,
líkt og Guðmundar góða. Þess vegna getur sú biskupsmynd, sem
gerð er á 14. öld framan við upphaf kristinréttar hins nýja í AM
135 4to ekki átt að vera mynd af Árna biskupi Þorlákssyni, því að
hún er af helgum manni, eins og geislabaugurinn um höfuð hans
sýnir.
Árni biskup Þorláksson varð þekktastur fyrir staðamál hin síð-
ari. Aðalinntak staðamála var að kúga íslenzka höfðingja til að af-
sala sér eignarrétti á óðulum sínum (stöðum) og kirknafé í hendur
biskupum landsins. Staðamál hin síðari hófust með utanför Árna
biskups 1269, en í þeirri för var hann vígður til biskups í Skálholts-
biskupsdæmi, og þau urðu ekki að fullu til lykta leidd fyrr en árið
1297.7
Kristinréttur hinn nýi, sem kenndur er við Árna biskup, var lög-
tekinn að mestu leyti á Alþingi þegar árið 1275, en þá aðeins fyrir
Skálholtsbiskupsdæmi.8 Kristinréttur hinn forni gilti aftur á móti
í Hólabiskupsdæmi til ársins 1354.9 Kristinréttur hinn nýi er bein
afleiðing staðamála; og í honum segir á þessa leið: „Biskup vor
skal kirkjum ráða og svo öllum eignum þeirra og svo öllum kristn-
8