Skírnir - 01.01.1970, Síða 120
114
SELMA JÓNSDÓTTIR
SKÍRNIR
um dómi, svo og tíundum og tilgjöfum þeim sem menn gefa guði
og hans helgum mönnum löglega sér til sáluhjálpar . . .“.1 2 3 4 5 6 7 8 9 10
Staðamál voru þó mun eldri en frá tíð Arna Þorlákssonar, því
að þau hófust í biskupstíð Þorláks helga Þórhallssonar Skálholts-
biskups (1178-1193). Var Þorláki falið að bera fram kröfur um
staðina við íslenzka höfðingja af Eysteini erkibiskupi í Niðarósi,
eftir biskupsvígsluna 1178.11 Strax eftir heimkomu sína frá vígslu
fór Þorlákur helgi að vinna að framgangi staðamála og varð nokk-
uð ágengt. Eftir lát hans 1193 lágu staðamál niðri allt fram til þess
tíma að Árni biskup tók þau upp að nýju árið 1269. Árni biskup
Þorláksson var því ekki frumkvöðull staðamála hér á landi, þó að
hann að lokum kæmi þeim í höfn árið 1297.
Myndin af hinum heilaga biskupi framan við kristinrétt hinn
nýja í Arnarbælisbók mun því að öllum líkindum eiga að vera af
Þorláki biskupi helga.
1 íslenzkt fornbréjasajn I, Kh. 1857-1876, bls. 128-133.
2 Ibid., bls. 129.
3 Norges gamle love III, Kria 1849, bls. 246.
4 Norges gamle love IV, Kria 1885, bls. 601.
5 Halldór Hermannsson, Icelandic Illuminated Manuscripts of the Middle
Ages, Copenhagen 1935, bls. 32.
6 Jón Helgason, Handritaspjall, Rvk. 1958, bls. 60.
7 Jón Jóhannesson, Islendinga saga II, Rvk. 1958, bls. 89-109.
8 Jón Jóhannesson, Ibid., bls. 109-110.
9 íslenzkt fornbréfasafn III, Kh. 1896, bls. 98-99.
10 Norges gamle love V, Kria 1895, bls. 23.
11 Jón Jóhannesson, fslendinga saga I, Rvk. 1956, bls. 216-220.