Skírnir - 01.01.1970, Síða 122
116
NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK
SKÍRNIR
er beitt í svipuðum tilgangi. Það kemur aðeins örsjaldan fyrir að
náttúran sjálf í snöggri andrá gegnir meginhlutverki í miðlun frá-
sögunnar.
Af þessu leiðir að eiginlegar staðarlýsingar eru fátíðar. Það er
eiginlega aðeins einn staður sem lýst er vendilega. Þingvellir við
Öxará, og þá þeim mun vendilegar. Þingvöllur er miðdepill Islands-
klukkunnar, sú rómaborg sem allar götur liggja til - og frá. Þing-
vellir hafa oft verið í huga skáldsins áður hann settist að ritun ís-
landsklukkunnar, og hefur hann birt hugleiðingar sínar þar að lút-
andi einkum við tvö tækifæri. í greininni Að endurreisa Þíngvelli
frá 1938 kemst hann m. a. svo að orði:
Þíngvellir eru einstök töfraveröld. Þegar maður kemur niður í gjána og út-
sýnin opnast yfir vellina, Bláskóga, fjallahrínginn og vatnið, þá er einsog
maður sé kominn í æðri heim, - eða er það aðeins hámark jarðneskrar fegurð-
ar og tignar? Auk þess sem Þíngvellir eru hið mesta náttúruundur og auga-
steinn fegurðarinnar, þá vill svo til, að þeir eru í sterkari teingslum við sögu
þjóðarinnar en nokkur annar staður á landinu. Nú heyri ég minnar þjóðar þús-
und ár sem þyt í laufi á sumarkvöldi hljóðu, segir skáldið: hvergi einsog hér
má heyra nið aldanna, í þúsund ár voru Þíngvellir hjartastaður íslenskrar sögu
einsog þeir hljóta að vera höfuðstaður íslenskrar náttúru um aldir (Vettváng-
ur dagsins, 350).
Á hvítasunnudag ári síðar ávarpar Halldór Æskulýðsfylkinguna
á Þingvöllum. En þá hefur náttúrufegurð staðarins orðið að bak-
sviði þeirra atburða er þar hafa gerzt. Hluti ávarpsins virðist birta
efni íslandsklukkunnar í hnotskurn þótt eiginleg samning hennar
hæfist ekki fyrr en þrem árum síðar. Einkum er eftirtektarverð sú
afstaða sem skáldið tekur til atburða og umhverfis þeirra, þar sem
svipuð afstaða kemur fram í skáldverkinu síðar þótt hún sé þá að
sjálfsögðu nákvæmari og yfirvegaðri í útfærslu:
Sá hefur ekki skilið Þíngvelli, sem hefur ekki skoðað í hug sér þær þúngu
búsifjar, sem harðlynd og kaldrifjuð yfirstétt lét frá upphafi útgánga héðan
yfir almenníng í landinu, allar þær lítt bæru byrðar, álögur, kvaðir og þúnga
dóma, sem hér voru lagðir af ríkum á fátæka, öll þau bönd, sem þjóðin hér
var bundin, þau höft, sem lögð voru á útþensluhæfileika hennar, til þess að
höfðíngjamir mættu lifa og blómgast, alt það heljarfarg, sem æskan í landinu
varð að þola undan setníngu og fyrirmælum þess miskunnarlausa valds, ýmist
innlends eða útlends, sem háði hér þíng. Hér, á þessum hraunklettum, hafa
saklausir menn verið brendir fyrir galdra, í Drekkíngarhyl, hér rétt fyrir utan,