Skírnir - 01.01.1970, Page 123
SKÍRNIR NÁTTÚRULÝSINGAR í ÍSLANDSKLUKKUNNI
117
hafa fátækar umkomulausar konur verið kæfðar fyrir að fæffa böm í heiminn,
og hér voru snauðir menn handhöggnir fyrir aff hafa stoliff sér og sínum tii
saffníngs úr hjöllum hinna ríku. Hvergi mætir hetjusaga aldanna þjáníngum
aldanna jafn áþreifanlega og á þessum staff, og í baksýn þessara lijandi minn-
ínga stendur hiS óumrœðilega landslag Þíngvalla, þessi ímynd jarðneskrar
tignar og náttúrufegurðar, einsog leiksvið, til þess að fullkomna hinn volduga
sjónleik aldanna (Vettvángur dagsins, 93-94, leturbr. hér).
Með hliðsj ón af þessari tilvitnun er kannski ekki svo erfitt að geta
sér til þess að enga heildarlýsingu á Þingvöllum er að finna í Is-
landsklukkunni. Náttúrufegurð Þingvalla myndar leiksvið óhugnan-
legra viðburða. Æ ofan í æ beitir Halldór þessum einkennilegu and-
stæðum í sögu sinni með allt að seiðmögnuðum árangri. Strax á
fyrstu blaðsíðu verksins kemur þetta atriði fram í umtali um
klukkuna:
Aff viðstöddum landfógeta, lögmanni og böðli, og manni sem átti að höggva
og konu sem átti aff drekkja, mátti oft á kyrrum degi um jónsmessubil í and-
vara af Súlum og kjarrlykt úr Bláskógum heyra óm klukkunnar blandinn niffi
Öxarár (Klukka, 7).
Þegar Snæfríður gengur um staðinn ásamt föður sínum nóttina
sem hún leysir Jón Hreggviðsson, þá mætir augum hennar þetta kyn-
lega samspil hlýrrar vornætur og óhugnaðar:
Þau geingu gegnum Almannagjá í næturkyrffinni uns þau komu á opiff svæði
túngrænt, umlukt slútandi bergveggjum, þarsem rá hafði veriff lögff yfir kletta-
skor, en laus pallur undir. Tvær snörur úr nýu tóverki voru um rána (Klukka,
114—115).
Og aftur síðar á Snæfríður Ieið um þennan stað:
Hún reikaði enn stundarlángt um þennan helga staff Þíngvelli viff Oxará þar
sem fátækir menn hafa verið píndir svo mikið að seinast fór bergið aff tala.
Sólin glampar á svartan gjárvegginn og reykirnir í fjallinu handan vatnsins
stíga hátt til lofts (Man, 292-293).
Og loks vil ég í þessu sambandi vitna til eins staðar af fleirum
sem víkja að Drekkingarhyl. Enn er Snæfríður á ferð og í þetta
skipti er lýsingin bæði óvenju atriðamörg og lýrísk, einkum er það
vatn hylsins alræmda sem verkar freistandi: