Skírnir - 01.01.1970, Side 125
SKÍRNIR NÁTTÚRULÝSINGAR í ÍSLANDSKLUKKUNNI
119
Hinar impressjónistísku smámyndir ljá frásögninni sérstakan
þokka sem stundum verkar eins og stutt hvíld á lesandann, stundum
eykur hraða frásagnarinnar. Oft eru þessar myndir sambland sjónar
og skynjunar nánasta umhverfis sem gerir vart við nálægð sína ým-
ist í formi, hljóðum eða lykt. Ég vík aftur að gamalli konu sem ferð-
ast, en fjöldi dæma af þessu tagi munu gera vart við sig í síðari til-
vitnunum:
Þegar á leið kvöld þyknaði í lofti og byrjaði að deyfa. Konan var sárfætt.
Fuglamir kvökuðu glatt og líflega á bjartri nóttinni og heitur mosinn í hraun-
inu var svo fagurgrænn að hann lýsti upp þokuna (Klukka, 75-76).
Samspili (eða andstæðu) atburða og umhverfis er víðar beitt en
í lýsingu Þingvalla. Þegar vikið er að bólunni miklu, þá setur hún
einnig svip sinn á náttúruna og umhverfi manna, ljær því kynlega
drungalegan blæ:
Yfir lágum grænum sveitunum milli þúngra straumvatna Suðurlands hvílir
annarlegur drúngi. Hvert auga er haldið skýi sem bannar sólarsýn, hver rödd
hljómlaus einsog fugls sem tístir á flótta, hver hreyfíng sljó og hálf.
(Eldur, 103).
Hins vegar er andstæðunni beitt í lýsingunni á hrörnun Lögréttu-
hússins:
Lögréttuhúsið, Dómhús Islands, var komið að niðurlotum, hrunið úr veggj-
um, viðir feygðir, vindskeiðar brotnar, einginn raftur óskakkur, hurð geingin
af hjöram, húsaði undir grindina. Og það var eingin klukka. Fyrir utan voru
nokkrir hundar að fljúgast á. Kvöldsólin gylti brumandi skóginn (Man, 286).
Hrörnun hússins fer samstiga hrörnun réttlætis og dómsvalds.
Þannig felst í lýsingu hússins önnur og meiri harmsaga er snertir
heila þjóð: æra landsins og reisn riðar til falls meðan embættismenn
þess berjast eins og hundar sem fljúgast á fyrir utan húsgaflinn. En
landið Ijómar umhverfis spillinguna í allri sinni dýrð og sól skín á
vorskóga, eins þótt ómur klukkunnar blandist ekki lengur niði Oxar-
ár. Og það er ekki bara Lögréttuhúsið sem riðar til falls:
Jafnvel búð danska umboðsmannsins var í niðurníðslu, einsog kóngsvaldinu
þætti ekki leingur taka að upphalda embættislegum glæsibrag andspænis þeim
óveðrum íslands með storm og hregg, sem þetta fólk, kræklótt kalviði í manns-
mynd, var þeirra snar þáttur. Þessi veður íslands voru sú mylla sem ekki Jét