Skírnir - 01.01.1970, Page 126
120
NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK
SKIRNIR
ómalað utan blágrýtisfjöll, uppyrjandi og niðurfeygjandi öll mannaverk, af-
strjúkandi ekki aðeins þeirra lit, heldur og þeirra form (Eldur, 76).
Og þá er komið að veðrinu í íslandsklukkunni.
Hér er sagt að framan að fólkið sé snar þáttur óveðra Islands.
Með hliðsjón af þessum orðum má heita kynlegt hversu lítill partur
sögufólk Islandsklukkunnar er af náttúrunni, sérstaklega yfirstéttar-
fólkið. Lögmaðurinn, dómkirkjupresturinn, biskupinn virðast hrær-
ast í heimi sem samanstendur af öðru en náttúru. Engu er líkara en
höfundur vilji segja að náttúran sé ekki í tengslum við ríka. Þeir
víkja varla orði að náttúrunni auk heldur meir. Lögmaður segir við
dóttur sína Snæfríði þegar þau reika um Þingvelli um nótt og hann
nefnir fyrir henni fjöllin umhverfis, að Hrafnabjörg séu talin hafa
fallegan skugga. Ekki lítur út fyrir að hann hafi skoðun á því máli
sjálfur. Aftur á móti veit hann að Skj aldbreiður er hærri en Botn-
súlur. Og biskup skírskotar einu sinni til náttúrunnar, og þá með
þessum orðum:
Og veit trúa mín, oft hef ég öfundað berfættan umhleypíng, sem svaf við
þjóðgötu án þess að hafa sorg, og óskað ég mætti verða eftir í förumanna-
flokki sem lá á eyri við vatnsfall og skoðaði fuglana og bað til guðs og
þurfti eingum að standa reikníngsskil (Man, 139-140).
I ummælunum felst ekki aðeins fullkominn vanskilningur á ör-
lögum fátækra förumanna heldur engu síður athyglisvert viðhorf til
náttúrunnar, og þó einkanlega til samskipta manns og náttúru. Með
öðrum orðum: hafi maður engum að standa reikningsskil og enga
sýslu að annast, þá geta menn veitt sér þann munað að taka eftir
veröldinni umhverfis sig. Oðru máli gegnir um embættismenn hlaðna
þungbærum skyldum.
Jón Hreggviðsson er hvorki hlaðinn þungum skyldum embættis-
manna né hinu eftirsóknarverða aðgerðaleysi flakkaranna. Hins
vegar á hann meira undir náttúrunni en aðrir menn í þessari sögu,
og það í fleiri en einum skilningi. Bær hans „stóð þar undir fjallinu
sem bæði var hættast við skriðum og snjóflóðum“ (Klukka, 16).
En þessi háskalega staðsetning fær síðar á sig mildari svip þegar
Jóni vegnar betur undir lokin: