Skírnir - 01.01.1970, Page 127
SKÍRNIR NÁTTÚRULÝSINGAR í ÍSLANDSKLUKKUNNI
121
Bærinn undi sér uppvið fjallið, með líflegan glugga einsog auga í þykkan
grasi gróinn svarðarvegginn, og lágar dyr þarsem menn geingu hálfbognir
út og inn, og bæarhella fyrir framan. Það rauk uppúr strompinum (Eldur, 80).
Það er ekki einasta lýsing bæjarins sem slíkum stakkaskiptum
tekur við batnandi hag Jóns karlsins, heldur er eins og eitthvert dul-
arfullt samspil eigi sér sífelldlega stað milli ásigkomulags Jóns og
svipmóts ytra umhverfis. Og einkum gildir þetta um veðrið. Óðar og
syrtir í álinn fyrir Jóni tekur veðrið að blotna, en glaðnar aftur til
þegar hetur horfist um sinn. Og þar sem Jón er oftast hætt kominn,
einkum framan eftir sögunni, þá má segja það rigni ósmátt á götur
hans hvort sem þær liggja um hið harða ísland eða hið mjúka og
leiruga Holland. Þegar Jón er hýddur spillir votviðri skemmtun
manna:
Það var rigníng. Menn voru viðutan á svipinn sem títt er í rigníngu og það
stóðu augun í blautum úngmennunum, lóðafar var á hundum (Klukka, 21).
Svipuðu máli gegnir þegar Jón er veiddur upp úr réttlætisholu
konungs á Bessastöðum til að flytja hann á aftökustaðinn:
Það var dimt yfir um morguninn, daginn sem þeir Jón Hreggviðsson og
galdramaðurinn voru veiddir uppúr holunni á Bessastöðum, settir uppá hest
og fluttir til Oxarárþíngs. Síðan fór að rigna. Þeir komu í áfánga síðla kvölds
blautir (Klukka, 92).
Ekki má heldur gleyma súldarþokunni sem geymdi draumfarir
Jóns við tröllskessuna, þá er hann bjóst við að saga hans kynni að
verða nokkuð endaslepp. Og maður skynjar ósjálfrátt feginleikann
þegar hann „sá Hrútafjörðinn glenna lánga mjóa skoltana mót
Húnaflóa en Strandafjöll blána við sjónhríng“ (Klukka, 147). í
súldarveðri og kaldri þoku gengur Jón Hreggviðsson gagndrepa á
vit Þjóðverja, þar sem hann fékk óblíðar viðtökur ekki aðeins af
lifandi mönnum heldur einnig dauðum. Og enn hreytir himinninn
vatni á Jón Hreggviðsson þegar hann er gripinn úr herflokki sínum
á leið til bardaga við svenska og færður í Bláturn:
Vegurinn var eitt óslitið forað og áttu margir erfitt að halda taktinum,
þarámeðal Jón Hreggviðsson .... Það hélt áfram að rigna. Gargandi krákur
flöktu yfir svörtum berum trjátoppum í þokunni (Klukka, 233).