Skírnir - 01.01.1970, Page 128
122
NJÖRfiUR P. NJARÐVÍK
SKÍRNIR
Hins vegar léttir í lofti þegar Jón með óskilj anlegum hætti er
kominn út úr dómhúsinu því hinu mikla þar sem honum var gefið
tóm til að strjúka um frjálst höfuð, um sinns sakir að minnsta kosti:
Það var heiðskírt veður. Þá tók bóndinn eftir að komið var sumar, því tré
stóðu með íðilgrænar laufkrónur og það var skógarlykt og einhverskonar
titlíngur skríkti án afláts í lognþerrinum (Klukka, 218).
Uppfrá þessu rignir ekki að ráði á Jón Hreggviðsson, enda er
hann aldrei verulega hætt kominn úr þessu. Þegar Snæfríður fékk
hann með mútum fluttan til Brimarhólms rignir að vísu á nýjan
leik eins og við var að búast. En Brimarhólmsvistin reyndist skamm-
vinn og ekki mjög háskaleg.
Þegar Jón stendur fyrir utan dómhúsið og gefur sér tóm til að
taka eftir því að það er komið sumar, þá veitir hann sér munað
sem hann ekki hafði áður haft aðstæður til að leggja rækt við að
ráði. Náttúruskynjun hans er að mestu bundin manni sem jafnan
er á hröðum flótta undan örlögum sínum og takmarkast þar af leið-
andi við snöggar augnagotur og skim sem ekki leyfa athyglinni að
festa hendur á öðru en einstökum atriðum landslags eða umhverfis.
Þetta leiðir hugann að ferð gömlu konunnar, en í dæmi Jóns Hregg-
viðssonar einkennast þessar snöggu myndir af miklum hraða, verða
oft til þess að undirstrika nauðsyn þess að flýta sér. Þessi flótti hefst
um nótt:
Jón Hreggviðsson stóð á fætur og sleikti á sér úlnliðina. Hann gáði útum
tjalddymar en sá hvergi til manna, heyrði ekkert grunsamlegt. Síðan gekk hann
út. Það var væða í grasi. Hann hélt áfram að skima í kríngum sig, nú var sá
tími árs þegar nóttin er óhallkvæm brotamönnum. Spói sat á kletti. Mað-
urinn klifraði uppúr Almannagjá þarsem skriða hafði fallið úr bergveggnum,
og faldi sig andartak í sprúngu meðan hann hugsaði ráð sitt. Þvínæst tók hann
á rás (Klukka, 133).
Hann nemur í rauninni ekki staðar á ný fyrr en hann er látinn í
haf og sér vatna „uppí hágnípur fjallanna. Hann formælti þessu
landi og bað Andskotann sökkva því“ (Klukka, 149). A þessari ferð
yfir þvert Island lítur hann varla upp, enda hending hvað hann sér:
Hann hljóp alt hvað fætur toguðu, unni sér ekki annarar hvíldar en kasta
sér á magann við lind og drekka. Það eltu hann forvitnir mófuglar. Sólin kom
upp og skein á manninn og fjöllin (Klukka, 133-134).