Skírnir - 01.01.1970, Page 129
SKÍRNIR NÁTTÚRULÝSINGAR í ÍSLANDSKLUKKUNNI
123
Uppi á Tvídægru var veður „kyrt utan mikið álftagarg og víða
sáust breiður af þessum ófénaði, stærri en nokkrir fjárhópar“
(Klukka, 141).
Svipaða sögu er að segja af ferð Jóns um Holland, nema hvað
höfundur víkur stundum að umhverfi í stað þess að lýsa eiginlegu
ferðalagi Jóns. Úr umhverfislýsingunum má svo lesa hvernig hann
berst fram og aftur um landið:
Landið var svipaff grautarpotti, svo hvergi sá þúfu, aukinheldur hól, affeins
kirkjuturnar og vindmyllur á floti hér og hvar; en grösugar voru sveitir og
gott undir bú (Klukka, 154).
Og skömmu síðar:
Sjóvatn kvíslaðist um alt landiff í stöðulækjum djúpum eða síkjum svo
landið var alt einsog eitt lúnga (Klukka, 155).
Jón Hreggviðsson er blessunarlega laus við öll rómantísk viðhorf
þegar hann rennir augum til náttúrunnar. Athygli hans á sér upp-
runa í frumstæðri búmannshyggju fátæks manns sem átt hefur heima
í erfiðu landi. Umhverfið er honum andsnúið í alla staði. Það
gildir ekki einungis um baráttuna við mannlegt réttlæti, heldur einn-
ig um náttúruna, um staðsetningu býlis hans, um flóttann á þeim
tíma árs þegar „nóttin er óhallkvæm brotamönnum“, enda for-
mælir hann landi sínu þegar hann sér það hverfa bak við hafsbrún.
Það er honum einn allsherjar fjandmaður, bæði fólk og veður. Samt
þekkir hann land sitt, fegurð þess og auðæfi. Sjálfur á hann ekki
aðild að þessari mynd en hún vakir í kringum hann eins og fagur
draumur. Á einni stundu streymir þessi draumur af vörum hans með
óstöðvandi sigurgleði manns sem veit land hans er til þó það sé
sokkið. En lýsingin er þrátt fyrir allt ekki lýsing lands, heldur konu.
Hann er að lýsa Snæfríði fyrir finngálkni því með munn á bringu
sem gerzt hafði matmóðir hans um hríð, og í lýsingu Snæfríðar
stígur ísland fram í allri sinni dýrð. Lesandann hefur ekki órað
fyrir að Jón Hreggviðsson ætti slíka mynd íslands í fórum sínum:
Hún á öll höfuffból landsins og hjáleigumar með, hvort sem henni tekst aff
stela þeim aftur frá kónginum eða ekki: skógarjarðir og laxár kona; rekajarðir
þar sem ein júferta dugir til aff byggja upp Konstantínópel ef maffur ætti sög;