Skírnir - 01.01.1970, Blaðsíða 130
124
NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK
SKÍRNIR
flæðieingi og starmýrar; afrétti með fiskivötnum og beitilöndum uppí jökla;
varpeyar útí hafsauga þar sem þú veður æðardúninn í hné kona; iðandi fugla-
björg þverhnípt í sjó þar sem heyra má glaðan sigmann bölva niðrá sextugu
á jónsmessunótt (Eldur, 145).
Annar maður verður dálítið fyrir barðinu á veðrinu í Islands-
klukkunni, en einhvern veginn verður mynd hans í illviðrunum þeim
mun eymdarlegri sem hann er minni fyrir mann en Jón Hreggviðs-
son. Þetta er Magnús í Bræðratungu, jungkærinn maður Snæfríðar;
sviðið er Skálholt, hann reynir árangurslaust að ná fundi konu
sinnar;
Daginn eftir er gesturinn aftur kominn og alt endurtekur sig með líkum
hætti og hinn fyrra dag, utan nú er á útsynníngur með stórum éljum, og í vind-
hviðunni sem fylgir élinu og stendur í fötin hans má sjá að fæturnir undir gest-
inum eru famir að rýrna og hnén að hokna, og stígvélin hans eru jafnvel enn
ömurlegri þur en vot, og hann er vetlíngalaus og snýtir sér í bera fínguma og
hefur feingið kvef (Man, 174).
Þar sem rigndi á Jón Hreggviðsson næða kaldir vindar og naprir
um Magnús í Bræðratungu. Dag eftir dag:
Það var fjúk. Frostvindurinn næðir um vegalausan mann sem stendur á hlað-
inu útifyrir biskupsstofu um kvöld. Hann snýr höminni í veðrið eins og úti-
gángshestur og heldur saman hálsmálinu á kjólkraganum sínum með blárri
hendinni, of ættstór til að hafa trefil, og fer að stara uppí litlu portgluggana
yfir Stórustofu, en tjöld eru niðri og ekki ljós, því rökkursvefn er hafinn (Man,
181).
Eins og títt er um drykkjumenn er skynjun Magnúsar líflegust á
næturstimdum, en takmarkast jafnframt við þá fáu hluti sem grein-
anlegir eru um nótt. Þannig skín oftar á hann tungl en sól:
Að aflíðandi miðnætti var plássið tómt, allir höfðu dregið sig einhversstaðar
til hryggjar, sumir undir görðum ásamt svaungum hundum sínum; júngkærinn
stóð einn eftir, ásamt hvítu hálftúngli yfir sjónum, og ekkert meira brennivín
(Man, 59).
Og oftar er vikið að tunglsljósi:
Hurðin stóð opin og úti var sjórinn og túnglið (Man, 63).
Það var þánglykt og hvítt túnglsljós (Man, 70).