Skírnir - 01.01.1970, Síða 132
126
NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK
SKÍRNIR
í Hvítá, jökulfljótiS, austanvið Skálholtsstað, en á nesinu milli ánna verða
fyrst miklar starmýrar, síðan hækkar landið og hefst mikil bygð, og ber höf-
uðbólið yfir, kríngsett hjáleigum sínum (Man, 7).
Þannig er Snæfríður umkringd svipmildu landslagi og notalegu
veðri sem oft geymir sólskin og birtu:
Hún gekk útúr bænum, framá hlaðið og sólin glampaði á Túngufljót, það
var graslykt af vindinum (Man, 34).
Hún horfði útum gluggann, yfir hausbleikt eingið, á sólarglampann í fljót-
inu (Man, 99).
Jafnvel í hinum erfiðu og stundum ofstopafullu viðskiptum við
mann sinn drukkinn og ofsafenginn bregður fyrir þessum kyrr-
látu náttúrumyndum, sem hún virðir oft fyrir sér eins og upp úr
þungum þönkum. Þessar myndir koma lesandanmn ósjaldan fyrir
sjónir eins og eins konar framhald hins fullkomna taumhalds sem
Snæfríður virðist hafa á skaphöfn sinni, líkt og kyrrlæti náttúrunnar
hafi kyrrandi áhrif á þá innri ólgu sem þar hlýtur að búa þótt henn-
ar verði ekki vart:
Um nóttina var túnglsljós og hann var laungu kominn ofan til sín, en henni
varð ekki svefnsamt, heldur bylti sér andvaka í rekkju sinni. Túnglið stafaði á
gólfið. Hún reis upp og horfði útum glugga sinn og þá var kyrt veður og
stirndi á jörðina, sem áður var vot og nú byrjuð að frjósa áður en hlaupið
var úr vötnum (Man, 121).
Snæfríður verður einnig fyrir rigningu þegar hún ríður á Þing-
völl til að fá spurnir af örlagadóminum yfir föður hennar. En jafn-
vel þessi örlagaþunga rigning sem miskunnarlaust vætir ógæfusamt
fólk í íslandsklukkunni, hefur í dæmi Snæfríðar á sér mildan, næst-
um lýriskan blæ, því „veður var lygnt og ekki kalt, með þéttu úri“
(Man, 268). Þegar hesturinn hefur fleygt henni af sér í for og bleytu
heldur hún áfram gangandi til Þingvalla. Leið hennar liggur um ein-
hvers konar þokulandslag fullt af annarlegu ljósi eins og hún þræði
leið milli tveggj a heima:
Hún stytti sig og gekk á stað. Það var holtaþoka og lýngið hvítt af vatni,
grátt úðanet í flögum. Hálfútsprúngið birkið ángaði svo sterkt í hlýrri logn-
vætunni að manni varð næstum ilt (Man, 269).