Skírnir - 01.01.1970, Síða 133
SKÍRNIR náttúrulýsingar í íslandsklukkunni
127
Þannig gengur Snæfríður íslandssól á fund þeirra atburða sem
bjóða henni að hata þann sem hún elskar, leita hefnda gegn þeim
eina manni sem hefur gefið henni hamingju.
Þótt Jón Hreggviðsson hlypi yfir lönd var hann aldrei ferðamað-
ur heldur horfði á umhverfi sitt flóttamannsaugum. í íslandsklukk-
unni er aðeins einn ferðamaður, Arnas Arnæus, og hann horfir á
land sitt með augum manns sem ekki þarf að deila kjörum þess
heldur einungis skoða fegurð þess. Auk þess er mynd hans af ís-
landi lituð löngum söknuði sem allir íslendingar kannast við sem
dvalizt hafa langdvölum í útlöndum. Slík saknaðarmynd er full
af björtum litum, mildu logni, kafgrasi og hlýju:
Við Breiðafjörðinn eru fallegar jarðir, æðarfugl í hverri vör, selur sefur á
steini, laxar stökkva fossa, fugl í eyum, grundir við sjóinn, kjarrvaxnar hlíðar,
grösug fjallaskörð, en efra víðlendar lýngheiðar með ár og fossa. Bæimir
standa á grænum bölum uppúr einginu og vita útá fjörðinn, og í logni hafa
hólmamir og skerin flosmjúkan skugga sem titrar, gagnsæan einsog skugga í
lindarvatni... (Man, 188).
Auk þess er þessi mynd landsins blandin öðrum söknuði, minning-
unni um unaðfulla ástarfundi þar sem fegurð konu og lands verða
eitt:
Nema altíeinu em þau tvö komin niðrá grundina við ána og það er háflæði
í ósnum. Á bak við hana stóð gullský. Náttblærinn andar á hárið ljósa. Dagur-
inn varS eftir í fölum roSa á vánga meS vígindi rósarblaSs (Man, 191-192).
Arnas er sá maður sem bezt skilur örlög þjóðar sinnar, og neyð
hennar. Lífsstarf hans er unnið í þágu þess að forða frá glötun dýr-
mæti hennar frá horfnum gullnum tíma og viðleitni til að létta hörm-
ungar líðandi tíma. En þegar hann kemst í snertingu við land sitt
eftir langa útlegð verður mynd þess svo sterk að hún skyggir á hörm-
ungar fólksins sem byggir það:
ÓSar en komiS var á víSaváng í þessu litfríSa landi meS sól og vatni og
ilman úr sveitum gleymdist ferSamanninum aS hér ríkti neyS. Þá virtust vall-
grónu bæimir lágu sofa sælum djúpum álagasvefni í landinu (Man, 201).
En hæst rís fegurð íslands í orðræðu Arnasar við Hamborgar-
kaupmanninum sem hugðist festa kaup á því. I þessari stuttu lýs-