Skírnir - 01.01.1970, Page 135
PREBEN MEULENGRACHTSÖRENSEN
Bygging og tákn
Um Tímann og vatnið
A poem should not mean
But be
Með þvÍ að setja frumútgáfu Tímans og vatnsins1 þetta spakmæli
Archibalds MacLeish að einkunnarorðum, hefur Steinn Steinarr
sennilega viljað benda mönntun á, að ekki ætti að reyna að skilja
eða skýra ljóðabálkinn með hefðbundnu móti. Satt er það. Vart er
hægt að túlka þessi Ijóð, þeim að skaðlausu, umfram þau hug-
myndatengsl, sem við eigum öll sameiginleg. Til þess er heimur
þeirra of víðtækur og of frábrugðinn þeirri veröld, sem við erum
vön að kalla veruleika.
En byggingu ljóðanna er hægt að lýsa, gerð hennar og sérkenni
má rannsaka, og er það viðfangsefni þessara athugana. Hér verður
reynt að skoða ljóðabálkinn frá hinum smæstu hlutum hans, orðun-
um, til hinna stærstu, kvæðanna, frá tveimur sjónarhornum, merk-
ingarlegu, þar sem fjallað er inn táknin, og setningafræðilegu og
hragfræðilegu, þar sem tengsl þeirra eru tekin til meðferðar.
Sú reynsla - „skilningur“ - sem kvæðin kunna að veita mönnum,
verður einkamál hvers lesanda. En vera má, að eftirfarandi athuga-
semdir geti stuðlað að því að varpa ljósi yfir spölkorn af vegi hans.
I
I viðtali við Matthías Johannessen2 var Steinn spurður um l'ím-
ann og vatnið, og hann svaraði þá meðal annars á þessa leið:
„Ljóðaflokkurinn í heild er upphaflega hugsaður sem ballett, byggð-
ur á goð- og helgisögnum.“
Þessi vísbending er ekki beinlínis auðskilin, en við nánari íhugun
verður ljóst, að Steinn hefur hér í öllum einfaldleika skýrt frá aðal-
einkennum ljóðaflokks síns.
9