Skírnir - 01.01.1970, Qupperneq 136
130
PREBEN MEULENGRACHT SÖRENSEN
SKÍRNIR
í fyrsta lagi, að Tíminn og vatnið sé goðsögn, þ. e. a. s. algilt tákn.
I öðru lagi að sérkennum ljóðanna megi líkja við einkenni leik-
dansins.3 Ljóðin eru myndræn og sjónræn, en um leið abstrakt, ein-
föld að uppistöðu, en fj ölbreytileg í tilbrigðum.
Ljóðaflokkurinn er pas de trois milli þriggja þema eða tákna, sem
mynda fyrsta samleik sinn í fyrsta erindi:
Tíminn er eins og vatnið,
og vatnið er kalt og djúpt
eins og vitund mín sjálfs.
Tíminn, vatnið og sjálfið eru þrír dansarar ljóðanna, ólíkir að eðlis-
fari, en einnig hver öðrum líkir. Hver á þátt í hinum, og saman
mynda þeir eina heild. Tíminn og vatnið eru miðdeplarnir í hinum
tveimur miklu táknhringum ljóðabálksins, og þeir mynda þá veröld,
sem sjálfið lifir í og er háð.
Nú skal reynt að sýna fram á, hvernig merkingaratriði ljóðanna
safnast um þessi þrjú stef.
Tíminn er bæði aðgengilegast og víðtækast aðaltáknanna. í sjálfu
sér er hann ekki tákn, heldur þáttur í lífi mannsins. Hann er frum-
skilyrði sjálfsins í stundlegri veröld. Hugtakið tími, kemur fyrir í
ljóðunum 1, 6, 16 og 21, en oftast eru notaðar áþreifanlegri tíma-
hugmyndir, sérstaklega tíðir sólarhringsins; dagurinn (7, 12, 13, 15,
21), kvöldið (11) og nóttin (5, 7, 8, 12, 13, 21), en aldrei morgunn-
inn. Hin sígilda túlkun á sólarhringnum sem ímynd mannlífsins og
nóttinni tákni dauðans er hér nærtæk.
Tengdar tímahugmyndinni eru nokkrar náttúrumyndir. En um
leið og þær verða tákn tímans, eru þær þættir í hinum ytri heimi
ljóðanna, sem einnig vatnið tilheyrir. Hér er fyrst og fremst um að
ræða himininn (7, 8, 9) cg fyrirbæri hans, sólina (2) og sólskinið
(14, 15, 16), tunglið (7) og tunglskinið (11), stjörnurnar (7, 8) og
með mikhim þunga Ijósið (7, 8, 9, 11, 17, 19, 21), félaga þess skugg-
ann (18, 19), og andstæðu, myrkrið (11, 16, 21).
Himinninn og himintunglin, ljósið og myrkrið mynda hið efsta
og óendanlega hvolfþak í náttúru ljóðanna. I yztu víddinni sést
jörðin eins og hrapandi hnöttur í birtu geimsins (7).